Innlent

Engin blá kjörklefatjöld í ár

Rúnar Þór Þórarinsson benti á að misræmi væri í því að hylja græn útgönguljós og rauða depla á kjörstað, en leyfa flennistór blá kjörklefa­tjöld. Fréttablaðið/úr safni
Rúnar Þór Þórarinsson benti á að misræmi væri í því að hylja græn útgönguljós og rauða depla á kjörstað, en leyfa flennistór blá kjörklefa­tjöld. Fréttablaðið/úr safni

Blá kjörklefatjöld munu ekki skýla kjósendum í Reykjavíkurborg í ár, segir Gunnar Eydal, staðgengill skrifstofustjóra hjá borginni. Þau verði þess í stað gráleit.

Byrjað var að skipta út tjöldunum árið 2007, eftir að hönnuðurinn Rúnar Þór Þórarinsson kærði borgarstjórnarkosningarnar 2006 á þeim forsendum að tjöldin minntu á ákveðinn stjórnmálaflokk. Á sama tíma væri mikið lagt upp úr því að hylja aðra liti, svo sem græn útgönguljós og rauða depla á glerrennihurðum.

Rúnar krafðist þess að kosningarnar yrðu ógiltar, en kærunni var vísað frá. Ábendingin var þó tekin til álita, og virðist sem farið hafi verið eftir henni í einu og öllu.

Ekki er þó víst um örlög kjörklefatjaldanna umdeildu, því einhver þeirra munu hafa verið lánuð til nágrannasveitarfélaganna árið 2007. - kóþ










Fleiri fréttir

Sjá meira


×