Ástþór æfur út í Rúv - ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld 25. apríl 2009 09:45 Ástþór Magnússon Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag." Kosningar 2009 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Ástþór Magnússon talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar hvetur fólk til þess að kjósa sinn flokk frekar en að skila auðu og fá þannig sína málpípu inn á Alþingi. Ástþór er hundfúll yfir leiðtogaumræðunum á Rúv í gærkvöldi og hann ætlar ekki að mæta í þáttinn í kvöld. „Mér lýst vel á daginn en ekki á það hvernig Rúv var að reyna að stýra kjósendum í gærkvöldi, ég lít þetta mjög alvarlegum augum og mín skilaboð til kjósenda eru skýr. Mesta refsingin sem þeir geta veitt gömlu flokkunum er að fá sína eigin rödd inn á þing í gegnum Lýðræðishreyfinguna. Þá hefur fólk beinan aðgang að Alþingi og getur haldið uppi vörnum á næsta kjörtímabili," segir Ástþór sem var afar óhress með framgönu Egils Helgasonar í kringum leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi. „Það er alvarlegt mál að þessu sé ritstýrt með þeim hætti sem Egill Helgason hefur verið að gera. Það munaði hársbreidd að ég hefði labbað upp að borðinu hjá honum í beinni útsendingu í gær og talað við hann, ég er æfur yfir þessu og ætla ekki að mæta til þeirra í kvöld," segir Ástþór sem er afar óhress með að hafa ekki getað kynnt sín mál í þætti Egils Helgasonar eins og aðrir. „Það er fáránlegt rugl sem er þarna í gangi. Þetta er ekki fjölmiðill þjóðarinnar og ég bara veit ekki fyrir hvaða öfl þetta fólk er að vinna. Þau hvetja fólk til þess að skila auðu og það er bara skýrt brot á kosningalögum. Það er mjög vitlaust að gera það því þau atkvæði falla alveg dauð. Með því að kjósa Lýðræðishreyfinguna fær fólk sína rödd beint inn á þing. Það hlýtur að vera meira virði að hafa einhvern sem heldur uppi mótmælum heilt kjörtímabil, frekar en einn dag."
Kosningar 2009 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira