Mikki mús verður ofurhetja í tölvuleik 4. nóvember 2009 04:00 x Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári. Vonir framleiðendanna standa til þess að Mikki verði jafn kunn tölvuleikjahetja og Mario-bræðurnir. Höfundur leiksins, Warren Spector, segir í samtali við breska blaðið Guardian að Mikki hafi verið tekinn af heimavelli sínum, teiknimyndaheiminum, og inn í heim leiksins, Eyðiland teiknimyndanna (Cartoon wasteland). Spector dásamar innblásturinn sem heimur Disney-teiknimyndahetjanna veitir en í leiknum er Mikki á ferð um Eyðilandið þar sem fallnar hetjur teiknimyndanna búa. Oswald, heppna kanínan, fyrsta teiknimyndapersónan sem Walt Disney skapaði, er meðal persóna í leiknum.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira