Valgerður hættir í stjórnmálum 14. febrúar 2009 12:41 Valgerður Sverrisdóttir. Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira
Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, sem haldið er í Mývatnssveit í dag, lýsti Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra, því yfir að hún gæfi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í vor. ,,Lýk ég þar með störfum á vettvangi stjórnmálanna," segir Valgerður á vefsíðu sinni. Framsóknarflokkurinn fékk sjö þingmenn kjörna í þingkosningunum vorið 2007. Fjórir þeirra verða ekki í framboði fyrir flokkinn í kosningunum í vor, en það eru Guðni Ágústsson, Bjarni Harðarson og Magnús Stefánsson auk Valgerðar. Setið á þingi síðan 1987 Valgerður segist taka þessa ákvörðun í sátt við alla þá sem hún hafi starfað með og með þakklæti og virðingu fyrir þeim störfum og embættum sem hún hafi gegnt á löngum starfsferli. ,,Ég hef setið á Alþingi í 22 ár og verið ráðherra frá árinu 2000 til ársins 2007. Fyrst ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og síðan utanríkisráðherra. Ég var fyrsta konan sem gegndi þessum embættum. Ég var einnig fyrsta konan sem gegndi formennsku í þingflokki framsóknarmanna, embætti varaformanns Framsóknarflokksins, og síðar formanns, tímabundið frá nóvember til janúar s.l. Ég er ákaflega þakklát fyrir hafa verið valin til þeirra embætta, enda löngu tímabært að konur gegndu æðstu stöðum á vettvangi stjórnmálanna til jafns við karla," segir Valgerður. Ung og glæsileg kynslóð Valgerður segir unga og glæsilega kynslóð hafa tekið við forystu í Framsóknarflokknum. ,,Ég efast ekki um að með þetta öfluga fólk við stjórnvölinn á Framsóknarflokkurinn alla möguleika á að eflast og skila góðu verki í þágu þjóðarinnar." Við þessar aðstæður er eðlilegt að þeir sem lengi hafa verið ráðherrar og frambjóðendur fyrir Framsóknarflokkinn stígi til hliðar, segir Valgerður, og ýta þannig undir nauðsynlega endurnýjun og kynslóðaskipti í stjórnmálunum. Forréttindi ,,Það eru forréttindi að hafa verið trúað fyrir starfi alþingismannsins og vil ég þakka stuðningsmönnum í kjördæminu sem valið hafa mig sem fulltrúa sinn á Alþingi innilega fyrir traustið. Ég er einnig þakklát þingflokknum fyrir að hafa kosið mig til mikilvægra embætta. Þá vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu sem ég hef starfað með að mikilvægum framfaramálum á starfsferlinum. Síðast en ekki síst vil ég þakka flokksmönnum almennt fyrir ánægjulegt samstarf og stuðning á þeim tíma sem ég gegndi forystustörfum í Framsóknarflokknum," segir Valgerður.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira
Framsóknarmenn funda um framboðsmál Framsóknarmenn halda aukakjördæmaþing í öllum kjördæmum landsins í dag. Á þeim mun hvert kjördæmi fyrir sig taka ákvörðun um hvernig staðið verði að vali á framboðslista framsóknarmanna vegna kosninga til Alþingis í vor. 14. febrúar 2009 11:50