Hið opinbera þandist út og svo… 28. október 2009 06:00 Sá sem hefur vanið sig í langan tíma á eyðslu umfram efni á oft bágt með að breyta hegðun sinna. Hann er orðinn værukær og allir kringum hann eru orðnir góðu vanir. Menn kunna sér ekki hóf. Þannig er nú komið fyrir íslenska ríkinu, stjórnsýslunni, hinu opinbera, hvað sem við viljum kalla embættismannakerfið. Enda úr vöndu að ráða þegar spara verður í kerfinu. Reynsla liðinna mánaða sýnir að þar er mönnum þægilegast að skera niður sjóðina, fækka verkefnum, draga úr framkvæmdum, frekar en hitt að ráðast í endurskipulagningu á skrifstofunum, skoða hvernig vinnuferlar eru, auka vinnu á þá sem skipta raunverulegu máli í afköstum, en láta hina fara sem eru gagnslitlir. Frumkvæðið að slíku kemur sjaldnast fram á gólfinu, nálægðin er of persónuleg, kerfið verndar sína í þögulli samstöðu. Var nokkur von til þess að fyrrum formaður BSRB gæti gengið fram í niðurskurði sem skipti máli í endurskipulagningu á heilbrigðiskerfinu? Enda gafst hann upp með tylliástæðu og tryggði sér afsökun sem leit vel út. Rekstrarkostnaður hins opinbera, bæði sveitarfélaga, ráðuneyta og undirstofnana hefur þanist út ár eftir ár á síðustu og verstu tímum. Inn í kerfið er samningsbundin hemill sem torveldar niðurskurð á mannafla. Og umræða um takmörkun í rekstri hinna opinberu kerfa einkennist af mótsögnum: sagt er að stjórnsýslan hafi veikst á sama tíma og hún hefur stækkað í mannafla og kostnaður við hana aukist. Því er borið við að pólitísk spilling eigi þátt í því, ráðningar skoðanabræðra, flokksgæðinga, jafnvel ættingja sé almenn regla í hinum opinbera rekstri og um leið að rík afskipti hins kjörna framkvæmdavalds hafi dregið úr faglegum vinnubrögðum. Til hins opinbera veljist þeir til starfa sem eigi síður erindi á vettvang einkareksturs. Er stundum talað um verndaða vinnustaði í því sambandi. Á erfiðleikatímum er brýnt að ráðamenn hugi að sparnaði í rekstri opinberra eininga. Skorti ráðamenn til þess kjark verða kjósendur að heimta það. Og skiptir þá minnstu þótt fram komi ótti um skerta þjónustu. Sú röksemd að betra sé að hafa gagnslitla starfsmenn í vinnu en á atvinnuleysisskrá dugar ekki í þessari tíð. Þegar allur almenningur verður að spara við sig og taka á sig verulegar álögur er það siðferðilega rangt að halda úti kerfi sem hefur um árabil þanist út og skiptir þá litlu hvort það er skjól þeim sem hæfir að hygla og hafa rétt flokksskírteini. Auka þarf gegnsæi í opinberum ráðningum, falla frá endurráðningu án auglýsingar eftir fimm ára ráðningu og tryggja að kerfi ríkis, sveitarfélaga og stofnana búi við sífellt endurmat um aðferðir, mannahald og verkefnaskil. Við höfum næga reynslu frá liðinni öld um að kerfin búa yfir þeim sterkasta mætti að halda verndarhendi yfir þeim sem eru komnir inn og hólpnir, oftast til lífstíðar, á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Sá sem hefur vanið sig í langan tíma á eyðslu umfram efni á oft bágt með að breyta hegðun sinna. Hann er orðinn værukær og allir kringum hann eru orðnir góðu vanir. Menn kunna sér ekki hóf. Þannig er nú komið fyrir íslenska ríkinu, stjórnsýslunni, hinu opinbera, hvað sem við viljum kalla embættismannakerfið. Enda úr vöndu að ráða þegar spara verður í kerfinu. Reynsla liðinna mánaða sýnir að þar er mönnum þægilegast að skera niður sjóðina, fækka verkefnum, draga úr framkvæmdum, frekar en hitt að ráðast í endurskipulagningu á skrifstofunum, skoða hvernig vinnuferlar eru, auka vinnu á þá sem skipta raunverulegu máli í afköstum, en láta hina fara sem eru gagnslitlir. Frumkvæðið að slíku kemur sjaldnast fram á gólfinu, nálægðin er of persónuleg, kerfið verndar sína í þögulli samstöðu. Var nokkur von til þess að fyrrum formaður BSRB gæti gengið fram í niðurskurði sem skipti máli í endurskipulagningu á heilbrigðiskerfinu? Enda gafst hann upp með tylliástæðu og tryggði sér afsökun sem leit vel út. Rekstrarkostnaður hins opinbera, bæði sveitarfélaga, ráðuneyta og undirstofnana hefur þanist út ár eftir ár á síðustu og verstu tímum. Inn í kerfið er samningsbundin hemill sem torveldar niðurskurð á mannafla. Og umræða um takmörkun í rekstri hinna opinberu kerfa einkennist af mótsögnum: sagt er að stjórnsýslan hafi veikst á sama tíma og hún hefur stækkað í mannafla og kostnaður við hana aukist. Því er borið við að pólitísk spilling eigi þátt í því, ráðningar skoðanabræðra, flokksgæðinga, jafnvel ættingja sé almenn regla í hinum opinbera rekstri og um leið að rík afskipti hins kjörna framkvæmdavalds hafi dregið úr faglegum vinnubrögðum. Til hins opinbera veljist þeir til starfa sem eigi síður erindi á vettvang einkareksturs. Er stundum talað um verndaða vinnustaði í því sambandi. Á erfiðleikatímum er brýnt að ráðamenn hugi að sparnaði í rekstri opinberra eininga. Skorti ráðamenn til þess kjark verða kjósendur að heimta það. Og skiptir þá minnstu þótt fram komi ótti um skerta þjónustu. Sú röksemd að betra sé að hafa gagnslitla starfsmenn í vinnu en á atvinnuleysisskrá dugar ekki í þessari tíð. Þegar allur almenningur verður að spara við sig og taka á sig verulegar álögur er það siðferðilega rangt að halda úti kerfi sem hefur um árabil þanist út og skiptir þá litlu hvort það er skjól þeim sem hæfir að hygla og hafa rétt flokksskírteini. Auka þarf gegnsæi í opinberum ráðningum, falla frá endurráðningu án auglýsingar eftir fimm ára ráðningu og tryggja að kerfi ríkis, sveitarfélaga og stofnana búi við sífellt endurmat um aðferðir, mannahald og verkefnaskil. Við höfum næga reynslu frá liðinni öld um að kerfin búa yfir þeim sterkasta mætti að halda verndarhendi yfir þeim sem eru komnir inn og hólpnir, oftast til lífstíðar, á kostnað skattgreiðenda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun