Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi 7. apríl 2009 07:00 Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi. Kosningar 2009 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. Átján dagar eru nú til kosninga og hefur þing aldrei starfað eins nálægt kjördegi og nú. Styst hefur liðið frá þingslitum til kosninga árið 1991, þá 31 dagur. Verði þingað eftir páska eins og allt stefnir í kemur þing saman þriðjudaginn 14. apríl, ellefu dögum fyrir kjördag. Sjálfstæðismenn héldu uppteknum hætti á þingi í gær og streymdu í ræðustól í umræðum um breytingar á stjórnarskránni.Þeir, ásamt Kristni H. Gunnarssyni, standa einir gegn breytingartillögum á stjórnarskránni og vilja afgreiða önnur mál áður en haldið verður áfram umræðum um þær. Það vilja þingmenn annarra flokka ekki. Sautján sjálfstæðismenn voru enn á mælendaskrá á ellefta tímanum í gærkvöldi. Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að umræða um álver í Helguvík færðist fram fyrir umræðu um stjórnarskrárbreytingarnar var felld á fundi þingflokksformanna. Sjálfstæðismenn lögðu til síðdegis í gær að hlé yrði gert á þingfundi um kvöldmatarleytið svo þingmenn gætu fylgst með framboðsfundi RÚV á Ísafirði. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins hugmynd. „Hættum nú þessum kjánaskap, góðir þingmenn," sagði Mörður. Þingflokksformenn annarra flokka en Sjálfstæðisflokks tala um að sjálfstæðismenn haldi þinginu í gíslingu með því að endurtaka í sífellu sömu ræðuna. Sjálfstæðismenn segja meirihlutann aftur á móti standa í vegi fyrir því að þjóðþrifamál komist á dagskrá með því að vilja ekki hvika frá því að taka stjórnarskrárbreytingarnar fyrir fyrst. Siv Friðleifsdóttir segist vona að sjálfstæðismenn sjái fljótt að sér og leyfi atkvæðagreiðslu um málið að fara fram svo ekki þurfi að þinga allt fram að kjördegi.
Kosningar 2009 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira