Hvað er til ráða? Þorvaldur Gylfason skrifar 19. mars 2009 04:00 Fjármálakreppan úti í heimi hefur reynzt dýpri og erfiðari viðfangs en flesta óraði fyrir. Í febrúar 2007 sagði Ben Bernanke, þá nýorðinn seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að efnahagslíf landsins væri í góðu jafnvægi: „hvorki of heitt, með verðbólgu, né of kalt, með vaxandi atvinnuleysi." Nokkru síðar byrjaði að hrikta í fjármálakerfinu þar vestra og einnig í Evrópu. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú meira en það hefur verið þar síðan 1983. Hvað kom fyrir? Hvað er til ráða? Arfleifð fyrri seðlabankastjóraForsagan skiptir máli. Á undan Ben Bernanke stýrði Alan Greenspan bandaríska seðlabankanum frá 1987 til 2006. Greenspan naut mikils álits, enda var uppgangur í efnahagslífinu flest árin, sem hann stýrði bankanum, og lítil verðbólga. Forvera hans, Paul Volcker, sem var seðlabankastjóri 1979-87, hafði tekizt að snúa verðbólguna niður með ströngu aðhaldi í peningamálum. Atvinnuleysi fór þá um skeið upp fyrir 10 prósent af mannaflanum, en full atvinna komst aftur á fáeinum árum síðar. Greenspan tók við góðu búi. Ríkisstjórn Clintons forseta 1993-2001 fylgdi tiltölulega aðhaldssamri stefnu í fjármálum ríkisins og vatt ofan af hallarekstrinum, sem var arfleifð frá stjórnartíð Reagans forseta 1981-89 og Bush eldra 1989-1993.Nú gerðist þrennt. Þegar Bush yngri tók við Hvíta húsinu af Clinton 2001, tók hann upp skattalækkunarstefnu Reagans og Bush eldra með fulltingi Greenspans. Fulltingi hans greiddi götu skattalækkunarfrumvarpa forsetans gegnum þingið: þingmenn hljóta sumir að hafa hugsað sem svo, að skattlækkunaráform forsetans gætu varla ógnað stöðugleikanum í efnahagslífinu, úr því að seðlabankastjórinn var hlynntur þeim. Í annan stað hafði Greenspan áður lagzt á sveif með repúblikönum á þingi, svo að þeim tókst að draga verulega úr lögboðnu eftirliti með bönkum og öðrum fjármálastofnunum. Í þriðja lagi fylgdi Greenspan lágvaxtastefnu, sem ýtti undir lántökur fólks og fyrirtækja án þess þó, að verðbólgan færi úr böndum. Lágir skattar, lágir vextir og veikt fjármálaeftirlit voru angar á sama meiði og blésu upp undirmálslánabóluna, sem Greenspan sá þó ekki ástæðu til að bregðast við eða jafnvel til að athuga þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir innan seðlabankans um aðsteðjandi hættu. Greenspan stökk af sökkvandi skipi, þegar hann lét af störfum í bankanum 2006. Hann hefur nú beðið forláts á andvaraleysi sínu og röngu stöðumati. Samræmdar aðgerðirBarack Obama forseti og ríkisstjórn hans hafa ákveðið að ráðast gegn fjármálakreppunni með þeim ráðum, sem bezt þykja hafa dugað við svipaðar kringumstæður á fyrri tíð, og reyna nú að fá ríkisstjórnir annarra landa í lið með sér. Reynslan af kreppunni miklu 1929-39 talar skýru máli, þótt ólíku sé saman að jafna. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú um 8 prósent af mannaflanum, en var 25 prósent, þegar verst lét í kreppunni miklu - og það fyrir daga atvinnuleysistrygginga.Hvaða ráð hafa dugað? Í fyrsta lagi þarf að örva þjóðarbúskapinn með auknum útgjöldum almannavaldsins og lægri sköttum, enda þótt hallarekstri fylgi auknar skuldir. Þetta var ekki reynt nema að litlu leyti í kreppunni miklu og gaf þá bærilega raun. Reynslan af ríkishallarekstri stjórnar Roosevelts forseta í kreppunni hefur leitt Obama forseta og ríkisstjórn hans að þeirri niðurstöðu, að smáskammtalækningin, sem þá var reynd, hefði skilað meiri árangri, hefðu skammtarnir verið stærri.Í annan stað þarf að auka peningamagn í umferð. Verðlag fór lækkandi í kreppunni miklu, svo að raunvextir voru háir, þótt nafnvextir væru nálægt núlli. Lækkandi verðlag leiddi til þess, að heimilum og fyrirtækjum fannst borga sig að fresta útgjöldum eins og hægt var. Það borgaði sig ekki að taka lán. Peningaprentun var ætlað að vinna gegn verðhjöðnuninni og endurlífga lánamarkaðinn. Í þriðja lagi þurfa ríkisstjórnir margra landa í senn að snúa bökum saman um nauðsynleg bjargráð, þar eð kreppan ferðast land úr landi og bitnar ekki aðeins á iðnríkjum, heldur einnig á þróunarlöndum. Þetta kallar á samræmdar aðgerðir. Asíulönd standa nú frammi fyrir minnkandi eftirspurn eftir útflutningsvörum sínum. Bandaríkjamenn, Bretar, Japanar og Kínverjar hafa sama skilning á nauðsyn stórtækra örvandi aðgerða í ríkisfjármálum og peningamálum, en Evrópusambandsríkin á meginlandinu hika. Þau óttast aukna verðbólgu og skuldasöfnun meira en atvinnubrest og samdrátt. Þau þurfa að sjá sig um hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Fjármálakreppan úti í heimi hefur reynzt dýpri og erfiðari viðfangs en flesta óraði fyrir. Í febrúar 2007 sagði Ben Bernanke, þá nýorðinn seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að efnahagslíf landsins væri í góðu jafnvægi: „hvorki of heitt, með verðbólgu, né of kalt, með vaxandi atvinnuleysi." Nokkru síðar byrjaði að hrikta í fjármálakerfinu þar vestra og einnig í Evrópu. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú meira en það hefur verið þar síðan 1983. Hvað kom fyrir? Hvað er til ráða? Arfleifð fyrri seðlabankastjóraForsagan skiptir máli. Á undan Ben Bernanke stýrði Alan Greenspan bandaríska seðlabankanum frá 1987 til 2006. Greenspan naut mikils álits, enda var uppgangur í efnahagslífinu flest árin, sem hann stýrði bankanum, og lítil verðbólga. Forvera hans, Paul Volcker, sem var seðlabankastjóri 1979-87, hafði tekizt að snúa verðbólguna niður með ströngu aðhaldi í peningamálum. Atvinnuleysi fór þá um skeið upp fyrir 10 prósent af mannaflanum, en full atvinna komst aftur á fáeinum árum síðar. Greenspan tók við góðu búi. Ríkisstjórn Clintons forseta 1993-2001 fylgdi tiltölulega aðhaldssamri stefnu í fjármálum ríkisins og vatt ofan af hallarekstrinum, sem var arfleifð frá stjórnartíð Reagans forseta 1981-89 og Bush eldra 1989-1993.Nú gerðist þrennt. Þegar Bush yngri tók við Hvíta húsinu af Clinton 2001, tók hann upp skattalækkunarstefnu Reagans og Bush eldra með fulltingi Greenspans. Fulltingi hans greiddi götu skattalækkunarfrumvarpa forsetans gegnum þingið: þingmenn hljóta sumir að hafa hugsað sem svo, að skattlækkunaráform forsetans gætu varla ógnað stöðugleikanum í efnahagslífinu, úr því að seðlabankastjórinn var hlynntur þeim. Í annan stað hafði Greenspan áður lagzt á sveif með repúblikönum á þingi, svo að þeim tókst að draga verulega úr lögboðnu eftirliti með bönkum og öðrum fjármálastofnunum. Í þriðja lagi fylgdi Greenspan lágvaxtastefnu, sem ýtti undir lántökur fólks og fyrirtækja án þess þó, að verðbólgan færi úr böndum. Lágir skattar, lágir vextir og veikt fjármálaeftirlit voru angar á sama meiði og blésu upp undirmálslánabóluna, sem Greenspan sá þó ekki ástæðu til að bregðast við eða jafnvel til að athuga þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir innan seðlabankans um aðsteðjandi hættu. Greenspan stökk af sökkvandi skipi, þegar hann lét af störfum í bankanum 2006. Hann hefur nú beðið forláts á andvaraleysi sínu og röngu stöðumati. Samræmdar aðgerðirBarack Obama forseti og ríkisstjórn hans hafa ákveðið að ráðast gegn fjármálakreppunni með þeim ráðum, sem bezt þykja hafa dugað við svipaðar kringumstæður á fyrri tíð, og reyna nú að fá ríkisstjórnir annarra landa í lið með sér. Reynslan af kreppunni miklu 1929-39 talar skýru máli, þótt ólíku sé saman að jafna. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er nú um 8 prósent af mannaflanum, en var 25 prósent, þegar verst lét í kreppunni miklu - og það fyrir daga atvinnuleysistrygginga.Hvaða ráð hafa dugað? Í fyrsta lagi þarf að örva þjóðarbúskapinn með auknum útgjöldum almannavaldsins og lægri sköttum, enda þótt hallarekstri fylgi auknar skuldir. Þetta var ekki reynt nema að litlu leyti í kreppunni miklu og gaf þá bærilega raun. Reynslan af ríkishallarekstri stjórnar Roosevelts forseta í kreppunni hefur leitt Obama forseta og ríkisstjórn hans að þeirri niðurstöðu, að smáskammtalækningin, sem þá var reynd, hefði skilað meiri árangri, hefðu skammtarnir verið stærri.Í annan stað þarf að auka peningamagn í umferð. Verðlag fór lækkandi í kreppunni miklu, svo að raunvextir voru háir, þótt nafnvextir væru nálægt núlli. Lækkandi verðlag leiddi til þess, að heimilum og fyrirtækjum fannst borga sig að fresta útgjöldum eins og hægt var. Það borgaði sig ekki að taka lán. Peningaprentun var ætlað að vinna gegn verðhjöðnuninni og endurlífga lánamarkaðinn. Í þriðja lagi þurfa ríkisstjórnir margra landa í senn að snúa bökum saman um nauðsynleg bjargráð, þar eð kreppan ferðast land úr landi og bitnar ekki aðeins á iðnríkjum, heldur einnig á þróunarlöndum. Þetta kallar á samræmdar aðgerðir. Asíulönd standa nú frammi fyrir minnkandi eftirspurn eftir útflutningsvörum sínum. Bandaríkjamenn, Bretar, Japanar og Kínverjar hafa sama skilning á nauðsyn stórtækra örvandi aðgerða í ríkisfjármálum og peningamálum, en Evrópusambandsríkin á meginlandinu hika. Þau óttast aukna verðbólgu og skuldasöfnun meira en atvinnubrest og samdrátt. Þau þurfa að sjá sig um hönd.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun