Segir Vigdísi hafa óskað eftir starfslokum 25. mars 2009 16:18 Gylfi Arnbjörnsson Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna." Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að Vigdís Hauksdóttir hafi óskað eftir starfslokum hjá sambandinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gylfa en þar segir einnig að Alþýðusamband Íslands hafni því alfarið að Vigdís hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna. „Vigdís Hauksdóttir hringdi í mig snemma morguns laugardaginn 7. mars sl. og tjáði mér að sér hefði verið boðið 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjarvíkurkjördæmi suður. Þar með var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu og væntanlegur þingmaður," segir í yfirlýsingu Gylfa. Þá segir hann að þau hafi rætt málin í mikilli vinsemd og niðurstaðan hefði verið sú að það færi ekki saman að leiða framboðslista stjórnmálaflokks og vera starfsmaður Alþýðusambandsins. „Það var Vigdís sem óskaði eftir starfslokum við þessar aðstæður og varð það sameiginleg niðurstaða okkar að þau yrðu þegar í stað. Þótti mér miður að missa hana úr starfi hjá lögfræðideild ASÍ enda góður starfskraftur." Gylfi segir síðan að það hafi ekki verið að því fundið þótt starfsmenn ASÍ hafi sinnt pólitísku starfi. Í því sambandi nefnir hann að Vigdís hafi átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og hafi verið varaþingmaður flokksins og setið í nefndum og ráðum á vegum flokksins. „Nokkuð sem okkur var fyllilega ljóst þegar Vigdís var ráðin til starfa og við töldum henni til framdráttar. Þegar hins vegar svo er komið að fólk er farið að leiða lista og á þingsæti víst, þá er rétt að leiðir skilji." Gylfi segir að afloknum kosningum hefði að sjálfsögðu getað komið upp ný staða og þá hefði það verið verkefni þeirra að vinna úr því. „Ég harma það með hvaða hætti þessi fyrrverandi starfsmaður kýs að ljúka samskiptum sínum við Alþýðusamband Íslands og hafna því með öllu að hún hafi verið látin gjalda stjórnmálaskoðana sinna."
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47 Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Sjá meira
Pólitískar nornaveiðar innan ASÍ Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins spurði félagsmálaráðherra út í mál Vigdísar Hauksdóttur samflokkssystur sinnar á Alþingi í dag. Vígdísi var ekki veitt launalaust leyfi sem hún sótti um þegar hún tók þátt í prófkjöri fyrir Framsóknarflokkinn. Siv benti á að Magnús Norðdal lögfræðingur hjá ASÍ hefði hinsvegar fengið launalaust leyfi þegar hann tók þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar. Siv sagði þetta lykta af pólitískum nornaveiðum og kallaði eftir upplýsingum frá félagsmálaráðherra um málið. 25. mars 2009 13:47
Framsókn gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson Framsóknarflokkurinn gagnrýnir harðlega uppsögn Vigdísar Hauksdóttur lögfræðings hjá ASÍ en henni var gert að hætta hjá sambandinu í kjölfar þess að hún náði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík. Í tilkynningu frá flokknum segir að lýðræðið í landinu byggist fyrst og fremst á því að fyrirheitið sem felst í nafninu lýðræði sé virt og efnt með almennri þátttöku landsmanna í starfi stjórnmálaflokka, stefnumótun þeirra og framboðum. 25. mars 2009 15:20