Forlagið stelur Steinari Braga 8. janúar 2009 06:00 Segist verða „cult“-fígúra eftir sem áður þótt hann sé nú genginn til liðs við Forlagið. „Jahhh, svíkja Nýhil? Nei, nei, það var mjög gott samkomulag um að ég færi," segir Steinar Bragi rithöfundur sem nýverið söðlaði um og gekk til liðs við Mál og menningu sem er hluti Forlags-veldisins. Konur, nýjasta skáldsaga Steinar Braga, sem hið anarkíska forlag Nýhil - sjálfseignarstofnun rekin án arðsemissjónarmiða, gaf út, er uppseld hjá forlagi. Þúsund eintök farin. Bókin hlaut einróma lof; Fréttablaðið, Morgunblaðið og DV gáfu henni allar fimm stjörnur og nú tekur Forlagið við og gefur Konur út í kilju. „Það þótti óhentugt að dreifa einni vesældarlegri kilju um allt land fyrir Nýhil, forlag sem hefur ekki einu sinni afnot af bíl nema hugsanlega í gegnum móður einhvers. Jón Bjarki, DV-maðurinn heiðarlegi, fékk stundum lánaðan bíl hjá móður sinni til að dreifa en hann nennti ekki að tuða lengur í henni," segir Steinar Bragi óþarflega lítillátur. Viðar Þorsteinsson, heimspekingur hjá Nýhil, segir þetta laukrétt og fagnar því að Steinar Bragi sé kominn til stöndugs útgefanda og vonast til að honum verði sinnt sem hann á skilið. Nýhil einbeitir sér að grasrótinni. Aðspurður segist Steinar Bragi finna lítið fyrir því að vera kominn á mála hjá stórveldi. Hann hitti Silju Aðalsteinsdóttur, útgáfustjóra Máls og menningar, af og til. Bókmenntapáfinn Egill Helgason sagði í viðtali við Steinar Braga í Kiljunni að hann hlyti að teljast „cult"-fígúra, væri ekki allra og í framhaldi af því spyr blaðamaður Steinar Braga hvort hann sé nú orðinn við allra skap? „Nei, ég ætla að halda áfram að vera cult-fígúra. Sama hvar ég er þá verð ég það alltaf. Engar áhyggjur." Og trúr þeim frómu fyrirheitum segir hann það áhyggjuefni að hafa fengið slíkt einróma lof og raun ber vitni fyrir Konur. „Já, það var krípí." - jbg Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Jahhh, svíkja Nýhil? Nei, nei, það var mjög gott samkomulag um að ég færi," segir Steinar Bragi rithöfundur sem nýverið söðlaði um og gekk til liðs við Mál og menningu sem er hluti Forlags-veldisins. Konur, nýjasta skáldsaga Steinar Braga, sem hið anarkíska forlag Nýhil - sjálfseignarstofnun rekin án arðsemissjónarmiða, gaf út, er uppseld hjá forlagi. Þúsund eintök farin. Bókin hlaut einróma lof; Fréttablaðið, Morgunblaðið og DV gáfu henni allar fimm stjörnur og nú tekur Forlagið við og gefur Konur út í kilju. „Það þótti óhentugt að dreifa einni vesældarlegri kilju um allt land fyrir Nýhil, forlag sem hefur ekki einu sinni afnot af bíl nema hugsanlega í gegnum móður einhvers. Jón Bjarki, DV-maðurinn heiðarlegi, fékk stundum lánaðan bíl hjá móður sinni til að dreifa en hann nennti ekki að tuða lengur í henni," segir Steinar Bragi óþarflega lítillátur. Viðar Þorsteinsson, heimspekingur hjá Nýhil, segir þetta laukrétt og fagnar því að Steinar Bragi sé kominn til stöndugs útgefanda og vonast til að honum verði sinnt sem hann á skilið. Nýhil einbeitir sér að grasrótinni. Aðspurður segist Steinar Bragi finna lítið fyrir því að vera kominn á mála hjá stórveldi. Hann hitti Silju Aðalsteinsdóttur, útgáfustjóra Máls og menningar, af og til. Bókmenntapáfinn Egill Helgason sagði í viðtali við Steinar Braga í Kiljunni að hann hlyti að teljast „cult"-fígúra, væri ekki allra og í framhaldi af því spyr blaðamaður Steinar Braga hvort hann sé nú orðinn við allra skap? „Nei, ég ætla að halda áfram að vera cult-fígúra. Sama hvar ég er þá verð ég það alltaf. Engar áhyggjur." Og trúr þeim frómu fyrirheitum segir hann það áhyggjuefni að hafa fengið slíkt einróma lof og raun ber vitni fyrir Konur. „Já, það var krípí." - jbg
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“