Slóðir rabarbarans Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 2. júní 2009 06:00 Í garði foreldra minna fyrir austan fjall sneiddi ég tíu kíló af rabarbara um hvítasunnuna og sá vel spírað kartöfluútsæði af ýmsum gerðum hverfa ofan í mjúka sunnlenska mold. Sólin skein inn á milli hárra aspanna í garðinum og á pallinn þar sem ég stóð og skar súruna; úr heitum potti við hlið mér rauk úr hlýju og ilmandi hreinu vatni. Skyndilega varð ég andaktug yfir rabarbaranum og fannst aldingarður ekkert of fínt nafn fyrir þessa paradís foreldra minna, svona jafnvel þótt rabarbari sé í raun grænmeti fremur en ávöxtur og svo súr að það þarf víst ekki að innbyrða sérlega mikið af honum til að hann hafi truflandi áhrif á nýrun. Eftir að hafa sultað rabarbarann undir öruggri handleiðslu móður minnar leitaði ég mér fróðleiks um þessa indælu jurt sem svo lengi hefur prýtt veðurbarna íslenska náttúru og er þeim eiginleika gædd að geta kallað fram rósbleikar og sætar minningar í hugum fólks, jafnvel þótt íslenskum húsmæðrum hafi lengst af þótt hæfilegt að setja kíló af sykri á mót hverju kílói af rabarbara til að reyna að dempa eldsúrt bragðið. Í þrekvirkinu Matarást eftir Nönnu Rögnvaldar komst ég svo að því að rabarbari er talinn upprunninn í Norðvestur-Kína eða jafnvel Tíbet. Í bókinni sagði svo einnig að eftir að jurtin hefði borist um Rússland til Grikklands hefði hámenningarþjóðinni grísku þótt við hæfi að kalla hana „rótina frá barbörunum handan við Rha" en Rha mun víst vera annað heiti yfir ána Volgu. Þetta heldur ókumpánlega heiti varð svo að rhabarbarum á latínu sem síðan rann saman við orðið persneska orðið rheon sem þýðir rót. Þá varð til orðið rheubarbarum og af þeirri orðmynd fengu enskumælandi þjóðir heitið rhubarb en Íslendingar fengu sína frá Ítölum sem ku segja rabarbaro. „Ó, hvað þetta er menningarleg jurt," hugsaði ég hamingjusöm eftir lesturinn um ferðir rabarbarans um menningarríki heimsins. Því næst ákvað ég að fá mér enn meira af ristuðu brauði með sultu auk þess sem ég áformaði að í framtíðinni myndi ég reglulega baka hjónabandssælu með mikilli rabarbarasultu. Ég var því með uppruna rabarbarans í huga og íslenska nostalgíu í hjartanu þegar ég hlýddi á friðarboðskap Dalai Lama og fylltist aftur heimshryggð og áttaði mig á því að sennilega ætti ég að lesa mér meira til um hluti, jurtir og menn frá Tíbet. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Í garði foreldra minna fyrir austan fjall sneiddi ég tíu kíló af rabarbara um hvítasunnuna og sá vel spírað kartöfluútsæði af ýmsum gerðum hverfa ofan í mjúka sunnlenska mold. Sólin skein inn á milli hárra aspanna í garðinum og á pallinn þar sem ég stóð og skar súruna; úr heitum potti við hlið mér rauk úr hlýju og ilmandi hreinu vatni. Skyndilega varð ég andaktug yfir rabarbaranum og fannst aldingarður ekkert of fínt nafn fyrir þessa paradís foreldra minna, svona jafnvel þótt rabarbari sé í raun grænmeti fremur en ávöxtur og svo súr að það þarf víst ekki að innbyrða sérlega mikið af honum til að hann hafi truflandi áhrif á nýrun. Eftir að hafa sultað rabarbarann undir öruggri handleiðslu móður minnar leitaði ég mér fróðleiks um þessa indælu jurt sem svo lengi hefur prýtt veðurbarna íslenska náttúru og er þeim eiginleika gædd að geta kallað fram rósbleikar og sætar minningar í hugum fólks, jafnvel þótt íslenskum húsmæðrum hafi lengst af þótt hæfilegt að setja kíló af sykri á mót hverju kílói af rabarbara til að reyna að dempa eldsúrt bragðið. Í þrekvirkinu Matarást eftir Nönnu Rögnvaldar komst ég svo að því að rabarbari er talinn upprunninn í Norðvestur-Kína eða jafnvel Tíbet. Í bókinni sagði svo einnig að eftir að jurtin hefði borist um Rússland til Grikklands hefði hámenningarþjóðinni grísku þótt við hæfi að kalla hana „rótina frá barbörunum handan við Rha" en Rha mun víst vera annað heiti yfir ána Volgu. Þetta heldur ókumpánlega heiti varð svo að rhabarbarum á latínu sem síðan rann saman við orðið persneska orðið rheon sem þýðir rót. Þá varð til orðið rheubarbarum og af þeirri orðmynd fengu enskumælandi þjóðir heitið rhubarb en Íslendingar fengu sína frá Ítölum sem ku segja rabarbaro. „Ó, hvað þetta er menningarleg jurt," hugsaði ég hamingjusöm eftir lesturinn um ferðir rabarbarans um menningarríki heimsins. Því næst ákvað ég að fá mér enn meira af ristuðu brauði með sultu auk þess sem ég áformaði að í framtíðinni myndi ég reglulega baka hjónabandssælu með mikilli rabarbarasultu. Ég var því með uppruna rabarbarans í huga og íslenska nostalgíu í hjartanu þegar ég hlýddi á friðarboðskap Dalai Lama og fylltist aftur heimshryggð og áttaði mig á því að sennilega ætti ég að lesa mér meira til um hluti, jurtir og menn frá Tíbet.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun