Ný jörð – nýtt líf Ragnheiður Tryggvadóttir. skrifar 13. ágúst 2009 00:01 Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna. Þar kom að því að kaldari lönd urðu ákjósanlegri kostur. Hver hefði trúað því? Að fólk liti á fimbulkulda, válynd veður og vegaleysi Grænlands sem tittlingaskít miðað við ástandið hér heima fyrir. Þetta segir mér bara að fokið sé í flest skjól. Ísland farsælda frón, hvar er þín fornaldar frægð? Einu sinni var svo gott að búa á Íslandi og hægt að hafa það svo óskaplega gott. Fólk setti síður en svo vetrarkuldann fyrir sig því íslensku sumrin voru svo góð. Ísland var „bezt í heimi"! Nú sannast hið fornkveðna að allt er í heiminum hverfult. En fólksflótti af landi brott í kjölfar hrunsins er staðreynd og auðvitað áhyggjuefni, sérstaklega fyrir þá sem hafa hugsað sér að sitja um kyrrt. Þeir sitja í súpunni upp að öxlum. Það væri kannski bara vænlegast að við flyttum öll enda sýndust mér vangaveltur þjóðarinnar um flótta ná nýjum hæðum í gær ef marka mátti mest lesnu fréttina á Vísi. Hún snerist ekki um Icesave-hnútinn, að blessað ríkisstjórnarsamstarfið héngi á bláþræði, eða að greiningardeild Kaupþings teldi að stýrivextir héldust óbreyttir … blablabla. Neibb! Mest lesna fréttin var sú að stjörnufræðingar telja sig hafa fundið aðra „jörð"! Okkur er borgið. Nýja jörðin heitir Títan, þar eru falleg stöðuvötn, sandöldur og fjöll. Þar geta ekki bara við Íslendingar heldur allir í heiminum byrjað upp á nýtt, stofnað nýjar kennitölur, ný lönd, nýja gjaldmiðla, ný fyrirtæki. Ó, hvað það verður gaman hjá okkur. Á hinni nýju jörð ríkir reyndar fimbulkuldi og fallegu stöðuvötnin eru botnfrosin og líflaus. En er það ekki bara tittlingaskítur miðað við ástandið hér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Íslendingar eru áberandi svartsýnni á efnahagsástandið en aðrar þjóðir um þessar mundir, þetta las ég á Vísi í gær. Og skyldi engan undra, við erum í tómu tjóni. Þess vegna kom mér heldur ekkert á óvart að lesa hér í Fréttablaðinu um ung íslensk hjón sem búið höfðu undanfarinn áratug í Kaupmannahöfn en völdu að flytja frekar til Grænlands með börnin sín tvö en hingað heim. Enda Grænland í „fúlsving", með nýfengið sjálfstæði. Unga fólkið setti ekki fyrir sig að ófært er í bæinn þess nema með flugvél eða á hundasleða. Kalda Ísland hefur ekkert aðdráttarafl lengur, ekki einu sinni í hugum heimamanna. Þar kom að því að kaldari lönd urðu ákjósanlegri kostur. Hver hefði trúað því? Að fólk liti á fimbulkulda, válynd veður og vegaleysi Grænlands sem tittlingaskít miðað við ástandið hér heima fyrir. Þetta segir mér bara að fokið sé í flest skjól. Ísland farsælda frón, hvar er þín fornaldar frægð? Einu sinni var svo gott að búa á Íslandi og hægt að hafa það svo óskaplega gott. Fólk setti síður en svo vetrarkuldann fyrir sig því íslensku sumrin voru svo góð. Ísland var „bezt í heimi"! Nú sannast hið fornkveðna að allt er í heiminum hverfult. En fólksflótti af landi brott í kjölfar hrunsins er staðreynd og auðvitað áhyggjuefni, sérstaklega fyrir þá sem hafa hugsað sér að sitja um kyrrt. Þeir sitja í súpunni upp að öxlum. Það væri kannski bara vænlegast að við flyttum öll enda sýndust mér vangaveltur þjóðarinnar um flótta ná nýjum hæðum í gær ef marka mátti mest lesnu fréttina á Vísi. Hún snerist ekki um Icesave-hnútinn, að blessað ríkisstjórnarsamstarfið héngi á bláþræði, eða að greiningardeild Kaupþings teldi að stýrivextir héldust óbreyttir … blablabla. Neibb! Mest lesna fréttin var sú að stjörnufræðingar telja sig hafa fundið aðra „jörð"! Okkur er borgið. Nýja jörðin heitir Títan, þar eru falleg stöðuvötn, sandöldur og fjöll. Þar geta ekki bara við Íslendingar heldur allir í heiminum byrjað upp á nýtt, stofnað nýjar kennitölur, ný lönd, nýja gjaldmiðla, ný fyrirtæki. Ó, hvað það verður gaman hjá okkur. Á hinni nýju jörð ríkir reyndar fimbulkuldi og fallegu stöðuvötnin eru botnfrosin og líflaus. En er það ekki bara tittlingaskítur miðað við ástandið hér?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun