Innlent

Gefur ekki kost á sér í Suðurkjördæmi

Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti framsóknarmanna í Suðurkjöræmi.
Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti framsóknarmanna í Suðurkjöræmi.

Helga Sigrún Harðardóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, sækist ekki eftir sæta á framboðslista flokksins í kjördæminu. Helga Sigrún hyggst tilkynna um helgina hvort hún gefi kost sér til Alþingis og þá í hvaða kjördæmi.

Helga Sigrún tók sæti á þingi í nóvember þegar að Bjarni Harðarson sagði af sér þingmennsku. Skömmu síðar var hún orðin oddviti flokksins í kjördæminu þegar Guðni Ágústsson lét einnig af þingmennsku.

,,Ég hef verið búin að vera að bíða eftir Sigmundi sem hefur verið orðaður við mörg kjördæmi," segir Helga Sigrún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, tilkynnti í gær að hann sækist eftir að leiða framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Suðurkjördæmi um seinustu helgi var ákveðið að fram fari póstkosning um sex efstu sætin á lista flokksins. Framsboðsfrestur rann út á hádegi.

Fjórir gefa kost á sér í fyrsta sæti. Eygló Harðardóttir þingmaður og ritari Framsóknarflokksins, Birgir Þórarinsson formaður kjördæmasambands framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi og Eysteinn Jónsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.

Sigurður Ingi Jóhannsson dýralæknir og oddviti Hrunamannahrepps gefur einnig kost á sér í fyrsta sætið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×