Vinstri grænir kæra fleiri myndbirtingar af Steingrími 22. apríl 2009 15:00 Steingrímur J. Sigfússon formaður VG. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært auglýsingu Vefþjóðviljans, andriki.is sem haldið er úti af hægri mönnum, til siðanefndar SÍA en auglýsingin birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar er birt mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni flokksins og vill flokkurinn kanna hvort myndbirtingin standist siðareglur SÍA. Áður hefur VG kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi fyrir svipaðar auglýsignar sem birst hafa í héraðsblöðum. Stjórnarmaður Andríkis segir merkilegt að VG hafi ekki gert neina efnislega athugasemd við auglýsinguna. Fordæmi eru fyrir myndbirtingum af fólki úr öðrum flokkum í kosningum. Auglýsing Vefþjóðviljans sem birtist í dag fjallar um að laun formanna stjórnarandstöðuflokkanna hafi hækkað um 50% með samþykkt „eftirlaunafrumvarpsins" svokallaða. Þegar vinstri flokkarnir hafi síðan tekið við 1.febrúar hafi Steingrímur verið búinn að fá 15 milljónir króna vegna þessa. Síðan er sagt frá því að Steingrímur hafi kallað frumvarpið „ósóma" en ekki séð ástæðu til þess að endurgreiða umrædda upphæð. Í kæru VG sem undirrituð er af Finni Dellsén miðlægum kosningastjóra flokksins segir að birting myndarinnar af Steingrími sé óheimil samkvæmt siðareglum SÍA og stjórnin beðin um að úrskurða í málinu. „Það er merkilegt að Vinstri grænir hafa enga efnislega athugasemd við auglýsinguna. Þeir vilja bara stoppa hana vegna myndbirtingar af Steingrími. Það er eins og þeim þyki það mikið feimnismál að Steingrímur hefur hagnast um 15 milljónir króna vegna eftirlaunafrumvarpsins svonefnda frá árinu 2003. Þuríður Bachman þingmaður VG var einn af upphaflegum flutningsmönnum frumvarpsins en Steingrímur kallaði það nýlega ósóma. Hvers vegna skilar hann þá ekki þessum 15 milljónum af ósómanum?," segir Glúmur Jón Björnsson stjórnarmaður Andríkis. Glúmur segir að myndbirtingar af andstæðingum í auglýsingum stjórnmálaflokka þekkist í gegnum tíðina. Nefnir hann í því sambandi auglýsingu frá Samfylkingunni í aðdraganda kosninganna 2003 þar sem myndir af öllum fyrrum forsætisráðherrum landsins voru birtar ásamt mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi forsætisráðherraefni flokksins. Fréttastofa hefur einnig undir höndum auglýsingu frá Frjálslyndaflokknum sem dreift var í hús. Þar er birt auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum síðan í kosningunum 2007 þar sem er mynd af Geir H. Haarde. Einnig má benda á barmmerki sem ungir vinstri grænir hafa dreift undanfarið með mynd af Bjarna Benediktsson formanni Sjálfstæðisflokksins með áletruninni, „Olía á eldinn".Auglýsing Frjálslynda flokksinsAuglýsing VefþjóðviljansBarmmerki UVG
Kosningar 2009 Tengdar fréttir VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16 Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Fleiri fréttir Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Sjá meira
VG kærir sjálfstæðismenn fyrir siðanefnd SÍA Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur kært Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna meintra brota á siðareglum samtakanna. 21. apríl 2009 21:16
Sjálfstæðismenn fá frest fram yfir kosningar til að svara kæru VG Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi hafa frest fram yfir kosningar til að kom á framfæri sínum sjónarmiðum vegna kæru Vinstri grænna til siðanefndar SÍA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður siðanefndarinnar SÍA. Hann vill ekki tjá sig efnislega um kæruna. 22. apríl 2009 10:34