IBM kynnir nýjan öflugan og orkusparandi örgjörva 3. mars 2010 10:46 Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn IBM mun á morgun, fimmtudag, kynna fyrir íslenskum upplýsingatækniiðnaði IBM POWER7 örgjörvann sem er einn allra öflugasti örgjörvi heims nú um stundir miðað við afkastagetu.Í tilkynningu segir að kynningin er í samvinnu við upplýsingatæknifélögin Nýherja og Skyggni. IBM POWER örgjörvar keyra lausnir í viðskiptalífinu ásamt því að stjórna ýmsum tækjum sem eru hluti af okkar daglega lífi svo sem bifreiðum, rafmagnstækjum og leikjatölvum. Má þar nefna PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélar, AEG heimilistæki og Ford bifreiðar.Þá var frægt þegar Deep Blue ofurtölva IBM, sem keyrði IBM POWER örgjörva, háði einvígi við Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák á árunum 1996 og 1997. Kasparov vann fyrra einvígið 4-2 en Deep Blue vann það síðara 3½-2½. IBM POWER örgjörvi er notaður í mörgum af stærstu ofurtölvum heimsins í dag, svokölluðum IBM Blue Gene.Þrátt fyrir aukin afköst eyðir POWER7 örgjörvinn mun minni orku en sambærilegir örgjörvar. Vélar sem keyra á POWER7 örgjörva hafa til dæmis tvöfalt til fjórfalt meiri afköst á orkueiningu.Kynning á IBM POWER7 örgjörvanum fer fram í Akóges salnum í Lágmúla 4, fimmtudaginn 4. mars. Þar verður einnig sagt frá nýrri kynslóð IBM Power Systems netþjóna og nýjungum í IBM stýrikerfum. Frítt er inn á kynninguna en skráning fer fram vef Nýherja. Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn IBM mun á morgun, fimmtudag, kynna fyrir íslenskum upplýsingatækniiðnaði IBM POWER7 örgjörvann sem er einn allra öflugasti örgjörvi heims nú um stundir miðað við afkastagetu.Í tilkynningu segir að kynningin er í samvinnu við upplýsingatæknifélögin Nýherja og Skyggni. IBM POWER örgjörvar keyra lausnir í viðskiptalífinu ásamt því að stjórna ýmsum tækjum sem eru hluti af okkar daglega lífi svo sem bifreiðum, rafmagnstækjum og leikjatölvum. Má þar nefna PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélar, AEG heimilistæki og Ford bifreiðar.Þá var frægt þegar Deep Blue ofurtölva IBM, sem keyrði IBM POWER örgjörva, háði einvígi við Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák á árunum 1996 og 1997. Kasparov vann fyrra einvígið 4-2 en Deep Blue vann það síðara 3½-2½. IBM POWER örgjörvi er notaður í mörgum af stærstu ofurtölvum heimsins í dag, svokölluðum IBM Blue Gene.Þrátt fyrir aukin afköst eyðir POWER7 örgjörvinn mun minni orku en sambærilegir örgjörvar. Vélar sem keyra á POWER7 örgjörva hafa til dæmis tvöfalt til fjórfalt meiri afköst á orkueiningu.Kynning á IBM POWER7 örgjörvanum fer fram í Akóges salnum í Lágmúla 4, fimmtudaginn 4. mars. Þar verður einnig sagt frá nýrri kynslóð IBM Power Systems netþjóna og nýjungum í IBM stýrikerfum. Frítt er inn á kynninguna en skráning fer fram vef Nýherja.
Leikjavísir Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira