IBM kynnir nýjan öflugan og orkusparandi örgjörva 3. mars 2010 10:46 Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn IBM mun á morgun, fimmtudag, kynna fyrir íslenskum upplýsingatækniiðnaði IBM POWER7 örgjörvann sem er einn allra öflugasti örgjörvi heims nú um stundir miðað við afkastagetu.Í tilkynningu segir að kynningin er í samvinnu við upplýsingatæknifélögin Nýherja og Skyggni. IBM POWER örgjörvar keyra lausnir í viðskiptalífinu ásamt því að stjórna ýmsum tækjum sem eru hluti af okkar daglega lífi svo sem bifreiðum, rafmagnstækjum og leikjatölvum. Má þar nefna PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélar, AEG heimilistæki og Ford bifreiðar.Þá var frægt þegar Deep Blue ofurtölva IBM, sem keyrði IBM POWER örgjörva, háði einvígi við Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák á árunum 1996 og 1997. Kasparov vann fyrra einvígið 4-2 en Deep Blue vann það síðara 3½-2½. IBM POWER örgjörvi er notaður í mörgum af stærstu ofurtölvum heimsins í dag, svokölluðum IBM Blue Gene.Þrátt fyrir aukin afköst eyðir POWER7 örgjörvinn mun minni orku en sambærilegir örgjörvar. Vélar sem keyra á POWER7 örgjörva hafa til dæmis tvöfalt til fjórfalt meiri afköst á orkueiningu.Kynning á IBM POWER7 örgjörvanum fer fram í Akóges salnum í Lágmúla 4, fimmtudaginn 4. mars. Þar verður einnig sagt frá nýrri kynslóð IBM Power Systems netþjóna og nýjungum í IBM stýrikerfum. Frítt er inn á kynninguna en skráning fer fram vef Nýherja. Leikjavísir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Alþjóðlegi upplýsingatæknirisinn IBM mun á morgun, fimmtudag, kynna fyrir íslenskum upplýsingatækniiðnaði IBM POWER7 örgjörvann sem er einn allra öflugasti örgjörvi heims nú um stundir miðað við afkastagetu.Í tilkynningu segir að kynningin er í samvinnu við upplýsingatæknifélögin Nýherja og Skyggni. IBM POWER örgjörvar keyra lausnir í viðskiptalífinu ásamt því að stjórna ýmsum tækjum sem eru hluti af okkar daglega lífi svo sem bifreiðum, rafmagnstækjum og leikjatölvum. Má þar nefna PlayStation 3 og Xbox 360 leikjavélar, AEG heimilistæki og Ford bifreiðar.Þá var frægt þegar Deep Blue ofurtölva IBM, sem keyrði IBM POWER örgjörva, háði einvígi við Garry Kasparov, fyrrverandi heimsmeistara í skák á árunum 1996 og 1997. Kasparov vann fyrra einvígið 4-2 en Deep Blue vann það síðara 3½-2½. IBM POWER örgjörvi er notaður í mörgum af stærstu ofurtölvum heimsins í dag, svokölluðum IBM Blue Gene.Þrátt fyrir aukin afköst eyðir POWER7 örgjörvinn mun minni orku en sambærilegir örgjörvar. Vélar sem keyra á POWER7 örgjörva hafa til dæmis tvöfalt til fjórfalt meiri afköst á orkueiningu.Kynning á IBM POWER7 örgjörvanum fer fram í Akóges salnum í Lágmúla 4, fimmtudaginn 4. mars. Þar verður einnig sagt frá nýrri kynslóð IBM Power Systems netþjóna og nýjungum í IBM stýrikerfum. Frítt er inn á kynninguna en skráning fer fram vef Nýherja.
Leikjavísir Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Er hárið skemmt eða bara þurrt? Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira