Íslenski boltinn

Stefán Örn Arnarson í ÍA - er að vinna í löggunni upp á Skaga í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Örn Arnarson, til hægri, í leik með Keflavík á móti Val.
Stefán Örn Arnarson, til hægri, í leik með Keflavík á móti Val.
Framherjinn Stefán Örn Arnarson gekk í dag frá félagskiptum úr Keflavík yfir í ÍA en hann hefur skorað 11 mörk í 42 leikjum fyrir Víking (10/1) og Keflavík (32/10) í efstu deild. Stefán lék aðeins 5 leiki með Keflavík í Pepsi-deild karla síðasta sumar og skoraði eitt mark.

„Ég verð að vinna í löggunni á Skaganum í sumar og því datt Keflavík út úr myndinni en Skagamenn höfðu áhuga og því fór ég þangað," sagði Stefán við viðtali á vefsíðunni Fótbolti.net í dag.

Stefán lék í vetur með Auburn Montgomery háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hann var valinn leikmaður ársins í í Southern States Athletic deildinni eftir að hafa skorað 13 mörk í 18 leikjum. Hann hefur alls skorað 18 mörk í 30 leikjum á tveimur tímabilum með skólanum.

Stefán mun samkvæmt frétt á Fótbolti.net ekki vera með ÍA á móti Fjarðabyggð á morgun þar sem að hann hefur ekki æfinga með liðinu fyrr en á sunnudaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×