Talíbanar femínista Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 30. mars 2010 06:00 Fyrir nokkru hitti ég afganska kvenréttindakonu sem hafði verið valin úr hópi fólks til að nema við Jafnréttisskólann í Háskóla Íslands. Margt sem hún komst í tæri við hér var henni fullkomlega framandi, svo sem galtómar og hættulausar götur, sem og námskeið um kynferðisleg réttindi, sem yrði seint kennt við Háskólann í Kabúl. Í grunninn eru baráttumálin hér og þar þó þau sömu þegar kemur að jafnréttismálum. Þótt Ísland mælist á meðal fremstu landa á því sviði, á meðan Afganistan skrapar botninn, var sú afganska því ekki í vafa um að hún gæti nýtt sér þekkinguna héðan þegar hún kæmi heim. Sjálf hafði hún líka ýmsu að miðla. Til að mynda hafði hún átt þátt í því að koma kynjaðri fjárlagagerð á koppinn í Afganistan, sem þýðir að taka á tillit til beggja kynja á öllum stigum fjárlagagerðar í landinu. Hún lýsti fyrir mér hversu mikilvægt þetta er fyrir ríkisstjórn sem stendur frammi fyrir því að reisa land úr rústum. Aðkoma kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins sé lykilatriði til þess að árangur náist, öllum til heilla, ekki bara konum. Ríkisstjórnin okkar er líka búin að ákveða að skeyta þessu kynjaða við sína fjárlagagerð og ætlar að kynna fyrstu skrefin í þá átt á næsta ári. Þegar ég fylgdist með viðbrögðunum við þeirri ákvörðun rifjuðust orð þessarar merkilegu konu upp fyrir mér. Og ég fór að furða mig á að Ísland hafi komist svo hátt á þennan eftirsóknarverða topplista yfir þau lönd sem státa af hvað mestu jafnrétti. Allar þær aðgerðir sem miða að því að minnka kynjamisrétti virðast nefnilega hleypa illu blóði í karla og kerlingar sem hata femínista eins og skrattann sjálfan. Frasarnir um ofríki jafnréttisfasista og talíbana femínista heyrast víða. Ekki bara í nafnlausum kommentakerfum heldur líka úr munni ólíklegasta fólks, svo sem blíðlyndra fjölskyldufeðra sem breytast í eldspúandi, blótandi og bölvandi skrímsli þegar þetta fallega orð „jafnrétti" ber á góma. Þetta fólk virðist óttast að hvatinn að baki jafnréttisbaráttunni sé að hrifsa öll völd og áhrif frá körlum og færa þau í hendurnar á konum. Næsta skref verði að fella í lög að allir karlar skuli pissa sitjandi og hætta að lesa blaðið á klóinu. En hver hefur áhuga á svoleiðis samfélagi? Hvers vegna ekki að anda rólega og kynna sér málin. Kynjuð fjárlagagerð er víst nefnilega nokkuð góð aðferð til að ná fram aukinni hagkvæmni, skilvirkni og sanngirni í samfélaginu. Getur einhver verið á móti því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun
Fyrir nokkru hitti ég afganska kvenréttindakonu sem hafði verið valin úr hópi fólks til að nema við Jafnréttisskólann í Háskóla Íslands. Margt sem hún komst í tæri við hér var henni fullkomlega framandi, svo sem galtómar og hættulausar götur, sem og námskeið um kynferðisleg réttindi, sem yrði seint kennt við Háskólann í Kabúl. Í grunninn eru baráttumálin hér og þar þó þau sömu þegar kemur að jafnréttismálum. Þótt Ísland mælist á meðal fremstu landa á því sviði, á meðan Afganistan skrapar botninn, var sú afganska því ekki í vafa um að hún gæti nýtt sér þekkinguna héðan þegar hún kæmi heim. Sjálf hafði hún líka ýmsu að miðla. Til að mynda hafði hún átt þátt í því að koma kynjaðri fjárlagagerð á koppinn í Afganistan, sem þýðir að taka á tillit til beggja kynja á öllum stigum fjárlagagerðar í landinu. Hún lýsti fyrir mér hversu mikilvægt þetta er fyrir ríkisstjórn sem stendur frammi fyrir því að reisa land úr rústum. Aðkoma kvenna að öllum sviðum þjóðfélagsins sé lykilatriði til þess að árangur náist, öllum til heilla, ekki bara konum. Ríkisstjórnin okkar er líka búin að ákveða að skeyta þessu kynjaða við sína fjárlagagerð og ætlar að kynna fyrstu skrefin í þá átt á næsta ári. Þegar ég fylgdist með viðbrögðunum við þeirri ákvörðun rifjuðust orð þessarar merkilegu konu upp fyrir mér. Og ég fór að furða mig á að Ísland hafi komist svo hátt á þennan eftirsóknarverða topplista yfir þau lönd sem státa af hvað mestu jafnrétti. Allar þær aðgerðir sem miða að því að minnka kynjamisrétti virðast nefnilega hleypa illu blóði í karla og kerlingar sem hata femínista eins og skrattann sjálfan. Frasarnir um ofríki jafnréttisfasista og talíbana femínista heyrast víða. Ekki bara í nafnlausum kommentakerfum heldur líka úr munni ólíklegasta fólks, svo sem blíðlyndra fjölskyldufeðra sem breytast í eldspúandi, blótandi og bölvandi skrímsli þegar þetta fallega orð „jafnrétti" ber á góma. Þetta fólk virðist óttast að hvatinn að baki jafnréttisbaráttunni sé að hrifsa öll völd og áhrif frá körlum og færa þau í hendurnar á konum. Næsta skref verði að fella í lög að allir karlar skuli pissa sitjandi og hætta að lesa blaðið á klóinu. En hver hefur áhuga á svoleiðis samfélagi? Hvers vegna ekki að anda rólega og kynna sér málin. Kynjuð fjárlagagerð er víst nefnilega nokkuð góð aðferð til að ná fram aukinni hagkvæmni, skilvirkni og sanngirni í samfélaginu. Getur einhver verið á móti því?
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun