Geir og Ingibjörg útilokuðu Björgvin 11. september 2010 17:48 Björgvin G. Sigurðsson. Mynd/Anton Brink Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans.Fóru inn á valdsvið annarra ráðherra Í greinargerð með þingsályktunartillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni segir að í öðru ráðuneyti Geirs hafi oddvitar stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, farið inn á valdsvið annarra ráðherra, þau hafi stýrt miðlun upplýsinga og haft verkstjórn og verkaskiptingu með höndum. „Þannig voru samskipti um efnahagsmál og málefni íslensku bankanna takmörkuð við hóp þriggja ráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Af þessari skipan leiddi að ekki var samræmi á milli lögboðins valds og raunverulegs valds ráðherra," segir í greinargerðinni. Þingmennirnir Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttur áttu sæti í nefndinni fyrir hönd Samfylkingarinnar.Björgvin áhrifalaus Þau segja að útilokun Björgvins sem viðskiptaráðherra hafi náð hámarki þegar Ingibjörg Sólrún ákvað að honum yrðu ekki kynntar aðgerðir ríkisvaldsins vegna lánabeiðni Glitnis banka sunnudaginn 28. september 2008. „Áhrifaleysi viðskiptaráðherra kristallast í því að 12. ágúst lagði hann fram minnisblað fyrir ríkisstjórn sem innihélt tillögur um að efla stöðugleika fjármálakerfisins. Tillaga þessi var ekki afgreidd í ríkisstjórn. Hið sama hafði verið uppi á teningnum þegar viðskiptaráðherra kynnti oddvitum stjórnarflokkanna drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta snemma árs 2008," segir í greinargerð Magnúsar og Oddnýjar. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Fulltrúar Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fallast ekki á rökstuðning og niðurstöður meirihluta nefndarinnar sem vill að Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dreginn fyrir landsdóm. Þeir segja að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar hafi útilokað Björgvin frá ákvarðunum er vörðuðu ráðuneyti hans.Fóru inn á valdsvið annarra ráðherra Í greinargerð með þingsályktunartillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni segir að í öðru ráðuneyti Geirs hafi oddvitar stjórnarflokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, farið inn á valdsvið annarra ráðherra, þau hafi stýrt miðlun upplýsinga og haft verkstjórn og verkaskiptingu með höndum. „Þannig voru samskipti um efnahagsmál og málefni íslensku bankanna takmörkuð við hóp þriggja ráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra. Af þessari skipan leiddi að ekki var samræmi á milli lögboðins valds og raunverulegs valds ráðherra," segir í greinargerðinni. Þingmennirnir Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttur áttu sæti í nefndinni fyrir hönd Samfylkingarinnar.Björgvin áhrifalaus Þau segja að útilokun Björgvins sem viðskiptaráðherra hafi náð hámarki þegar Ingibjörg Sólrún ákvað að honum yrðu ekki kynntar aðgerðir ríkisvaldsins vegna lánabeiðni Glitnis banka sunnudaginn 28. september 2008. „Áhrifaleysi viðskiptaráðherra kristallast í því að 12. ágúst lagði hann fram minnisblað fyrir ríkisstjórn sem innihélt tillögur um að efla stöðugleika fjármálakerfisins. Tillaga þessi var ekki afgreidd í ríkisstjórn. Hið sama hafði verið uppi á teningnum þegar viðskiptaráðherra kynnti oddvitum stjórnarflokkanna drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta snemma árs 2008," segir í greinargerð Magnúsar og Oddnýjar.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00 Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. 11. september 2010 17:00
Brutu af ásetningi eða sýndu stórkostlegt hirðuleysi Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson brutu á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi gegn lögum um ráðherraábyrgð. Þetta er mat fulltrúar Framsóknarflokks, VG og Hreyfingarinnar í þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fulltrúar Samfylkingarinnar eru sammála meirihluta nefndarinnar nema þegar kemur að Björgvini. 11. september 2010 17:26