Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG 28. desember 2010 06:00 „Beðin um að segja af sér” var fyrirsögn á viðtali DV við Lilju Mósesdóttur fyrir rúmu ári. Nú veltir hún fyrir sér úrsögn úr þingflokknum. fréttablaðið/valli Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira