Körfubolti

Fannar: Þetta er allt á réttri leið

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Fannar á ferðinni í kvöld. Mynd/vilhelm
Fannar á ferðinni í kvöld. Mynd/vilhelm

„Þeir eru með gott lið en við fórum bara loks að spila varnarleik í síðari hálfleik, við fengum alltof mikið á okkur í fyrri hálfleik. Við viljum halda liðunum undir sjötíu stigum og við höfum verið að finna taktinn sérstaklega varnarlega og það er jákvætt," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Fjölni í kvöld.

Fannar hrósar nýja kananum og segir allt vera á réttri leið með nýja þjálfaranum.

„Marcus Walker er að koma mjög vel inn í þetta og það hjálpar okkur mjög mikið að hafa hann í lagi. En þetta er allt á réttri leið þó svo að við höfum verið aðeins of seinir af stað fannst mér á tímabilinu. Þegar formið verður enn betra og við lærum enn meira inn á nýja þjálfarann þá smellur þetta allt."

„Hans taktík er farin að skila sér núna og þá sést það að þetta verður allt miklu auðveldara. Þeir voru ekki að fá nein skot í seinni hálfleik og við gjörsamlega áttum teiginn," sagði Fannar sáttur í leikslok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×