Prófmál fyrir fræga fólkið 29. september 2010 07:00 Harður í horn að taka David Beckham hyggst ekkert gefa eftir í málsókn sinni og hyggst draga bæði vændiskonuna Irmu Nici og tímaritið In Touch fyrir dómstóla. Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Kim féll Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira