Körfubolti

Haukarnir enduðu taphrinu sína með sigri á ÍR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Ingi Haraldsson.
Sævar Ingi Haraldsson.

Nýliðar Hauka komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla með 93-87 sigri á ÍR á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigurleikjum.

Það var mikil spenna í leik Hauka á Ásvöllum í kvöld og leikurinn var jafn og spennandi allt fram í fjórða leikhluta en Haukarnir voru sterkari á lokasprettinum.

Staðan var jöfn eftir fyrsta leikhluta, 26-26, en haukar voru 49-46 yfir í hálfleik. Það munaði síðan aðeins einu stigi á liðunum fyrir lokaleikhlutann þar sem Haukar voru yfir 72-71.

Gerald Robinson var með tröllatvennu hjá haukum í kvöld, 20 stig og 21 frákast og Semaj Inge skoraði 32 stig. Sævar Ingi Haraldsson var með 14 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum.

Nemanja Sovic skoraði 26 stig fyrir ÍR, Kelly Biedler var með 17 stig og tók 11 fráköst og Kristinn Jónasson bætti 12 stigum og 10 fráköstum á móti sínum gömlu félögum.

 

Haukar-ÍR 93-87 (26-26, 23-20, 23-25, 21-16)



Haukar: Semaj Inge 32/7 fráköst, Gerald  Robinson 20/21 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Óskar Ingi Magnússon 7, Örn Sigurðarson 6, Haukur Óskarsson 5, Davíð Páll Hermannsson 5/5 fráköst, Sveinn Ómar Sveinsson 4/4 fráköst.

ÍR: Nemanja Sovic 26/7 fráköst, Kelly  Biedler 17/11 fráköst, Vilhjálmur Steinarsson 12, Kristinn Jónasson 12/10 fráköst, Eiríkur Önundarson 8/5 stoðsendingar, Níels Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×