Ríkið greiði mótmælanda bætur 25. febrúar 2010 17:17 Haukur Hilmarsson. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenskra ríkið í dag til að greiða mótmælandanum Hauki Hilmarssyni 150 þúsund krónur í bætur vegna aðgerða lögreglu þegar hann var handtekinn og færður á lögreglustöð í nóvember 2008. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið harkaleg og niðurlægjandi fyrir Hauk. Haukur er sonur Evu Hauksdóttur en bæði voru þau áberandi þátttakendur í búsáhaldabyltingunni. Haukur klifraði til að mynda upp á þak alþingishússins og flaggaði Bónusfána. Hann var nýverið dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að hafa hlaupið inn á flugbraut við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008 og mótmælt málsmeðferð yfirvalda í máli Paul Ramses. Handtöku Hauks í nóvember 2008 var harðlega mótmælt og reyndi hópur fólks að frelsa hann eftir mótmælafund á Austurvelli þegar fólkið gerði tilraun til að brjóta sér leið inn í lögreglustöðina við Hverfisgötu. Í júlí 2007 dæmdi Héraðsdómur Austurlands Hauk í 18 daga fangelsi fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann tók þátt í mótmælaaðgerðum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum í Reyðarfirði. Hann hóf afplánun í ágúst sama ár en var látinn laus fjórum sólarhringum síðar með þeim skýringum að honum yrði gert að afplána eftirstöðvar vararefsingar síðar. Haukur var síðan handtekinn 21. nóvember 2008 þar sem hann var í vísindaferð í Alþingi. Fékk hann þær skýringar að hann ætti að hefja afplánun eftirstöðva áðurnefndrar vararefsingar. Samkvæmt gögnum málsins lá fyrir að Haukur var ekki boðaður að nýju til afplánunar áður en hann var eftirlýstur til handtöku. Hafði hann verið eftirlýstur í 10 daga í málaskrárkerfi lögreglunnar áður en hann var handtekinn. Gerðist þetta vegna mistaka starfsmanna innheimtustöðvar sekta og sakarkostnaðar. Héraðsdómur telur að handtakan hafi verið óþarflega harkaleg og niðurlægjandi. Honum voru því dæmdar 150 þúsund krónur í bætur en Haukur fór fram á 1,2 milljónir í bætur. Héraðsdómur taldi að lögreglan hefði ekki handtekið Hauk til að koma í veg fyrir að hann yrði viðstaddur mótmæli sem áformuð voru og höfðu verið auglýst.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira