Hafa ekki keypt notaða bíla vegna eldgossins 12. maí 2010 12:52 Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Af því hefur ekki orðið Mynd/Anton Brink Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira
Bílaleigur hafa lítið sem ekkert keypt af notuðum bílum í vor eins og vonir stóðu til eftir að lög voru samþykkt sem heimiluðu þeim að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Ástæðan er samdráttur í bókunum sem rakin er til eldgossins í Eyjafjallajökli. Í mars síðastliðnum var lögum breytt þannig að bílaleigum á Íslandi var gert heimilt að fá virðisaukaskattinn endurheimtan við kaup á notuðum bílum. Áður hafði bílaleigum einungis verið heimilt að fá vaskinn endurgreiddan af nýjum bílum. Þetta var gert til þess að slá tvær flugu í einu höggi. Annars vegar voru horfur voru á því að skortur yrði á bílaleigubílum í sumar og hins vegar er mikið er til af óseldum bílum í landinu. Vonast var til að þetta myndi glæða lífi í sölu á notuðum bílum. Þegar lögin voru samþykkt var því spáð að bílaleigurnar hér á landi myndu kaupa 5-600 notaða bíla á þessu ári. Þetta hefði orðið innspýting í markaðinn um upp á 1,2 milljarða. En svo byrjaði að gjósa og stóru bílaleigurnar hafa nánast ekkert nýtt sér þessar nýju heimildir. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir bílaleigurnar hafi ekki nýtt þessar heimildir þar sem bókanir hafi einfaldlega dregist saman vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Þannig að þörfin er ekki til staðar. Því miður." Gríðarlega hefur dregið úr bókunum bílaleigum. Á sama tíma í fyrra voru hátt í 100 bókanir á dag hjá einni leigunni en þær eru ekki nema 40-50 í dag. „Framan af vetri voru við með 10-15% aukningu á bókunum. Þegar túristagosið hófst á Fimmvörðuhálsi þá má segja að þær hafi verið á pari milli ára. Þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa þá duttu bókanirnar niður í 70-80% af því sem við vorum að fá fram af því. Svo þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti fór í frægt á BBC og fleiri stöðum þá hrundi þetta niður í 50-60%. Þannig að ummælin þar höfðu gríðarleg áhrif og við fundum því miður fyrir þeim," segir Steingrímur. Stórubílaleigurnar búast þó við að þessar nýja heimildir til þess að kaupa notaða bíla verði nýttar, mögulega seinna í sumar ef bókunum fer að fjölga aftur.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Sjá meira