Um 14% drengja telja að konur eigi ekki að vinna úti 9. nóvember 2010 04:15 Andrea Hjálmsdóttir Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Þrátt fyrir nýbirta skýrslu þar sem fram kemur að jafnrétti kynjanna sé meira hér á landi en annars staðar virðist viðhorf íslenskra ungmenna vera á skjön við það. Félagsfræðingur kallar eftir aðgerðum innan skólakerfisins. Í nýlegri skýrslu Rannsókna & greiningar fyrir Norðurlandaráð, þar sem leitast var við að kanna hagi, líðan og lífsstíl norrænna ungmenna á aldrinum sextán til nítján ára, kemur fram að viðhorf íslenskra ungmenna samræmist vart opinberri stefnu í jafnréttismálum. Til dæmis telur nær helmingur íslenskra drengja á þessu aldursbili að konur eigi að vera heima með börnum þegar þau eru ung, og jafnvel eru fjórtán prósent drengja fylgjandi því að konur eigi alls ekki að vinna úti. Þegar drengir eru spurðir hvort eigi að ráða meiru í sambúð manns og konu segja 38 prósent að það sé maðurinn, en 7,3 prósent stúlkna eru á þeirri skoðun. Þrátt fyrir allt er mikill meirihluti beggja kynja engu síður á þeirri skoðun að jafnrétti eigi að vera á milli kynjanna, eða 88 prósent drengja og 96 prósent kvenna. Þessi afstaða íslenskra ungmenna er ekkert einsdæmi því að hún er í öllum aðalatriðum í samræmi við hin Norðurlöndin sem tóku þátt í þessari könnun. Andrea Hjálmsdóttir, félagsfræðingur og lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart, enda sé hún í samræmi við hennar eigin kannanir á viðhorfum unglinga til verkaskiptingar innan heimilisins. „Við erum með mjög gott formlegt jafnrétti og góð lög, en okkur hefur gengið illa að ná raunverulegu réttlæti, til dæmis að leiðrétta launamun milli kynjanna. Við tölum alltaf eins og við höfum í raun náð jafnrétti og það litla sem vanti upp á komi svo sjálfkrafa með næstu kynslóðum. Það er sú orðræða sem er í gangi í samfélaginu, en allar niðurstöður undanfarið benda til þess að við þurfum að gera eitthvað í málinu." Andrea leggur áherslu á að þrátt fyrir að foreldrar eigi að axla sína ábyrgð sé skólakerfið lykilatriði til framfara og þá helst að kennaranemar læri kynjafræði til að geta svo kennt það í skólunum. „Við verðum að fá skólakerfið með okkur til að fræða börn um það hvernig samfélagið virkar í raun og hvernig væri æskilegt að það væri. Annars náum við ekki fram neinum raunverulegum breytingum." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira