Körfubolti

Karl Malone gaf fötluðum strák Heiðurshallar-jakkann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karl Malone og Scottie Pippen voru í góðu skapi þegar þeir voru teknir inn í heiðurshöll bandaríska körfuboltans.
Karl Malone og Scottie Pippen voru í góðu skapi þegar þeir voru teknir inn í heiðurshöll bandaríska körfuboltans. Mynd/AP
Karl Malone var tekinn inn í heiðurshöll bandaríska körfuboltans um helgina og fékk meðal annars glæsilegan Heiðurshallar-jakka að gjöf við það tilefni. Malone ákvað hinsvegar að gefa fötluðum strák jakkann sinn.

„Ég sagði honum að hann ætti jakka hjá mér þegar hann útskrifast úr menntaskóla," sagði Karl Malone sem átti frábæran feril með Utah Jazz í NBA-körfuboltanum en tókst þó aldrei að vinna NBA-titilinn.

Jakkinn passaði annars illa á Malone, ermarnar voru of stuttar og jakkinn var of þröngur. Malone grínaðist með það að kannski hafi jakkinn verið ætlaður Scottie Pippen sem var einnig tekinn inn í Heiðurshöllina á sama tíma og Malone.

„Tólf ára dóttir mín komst ekki einu sinni í hann," sagði Karl Malone hlæjandi og sagðist hvort sem er ekkert vita hvað hann ætti að gera við jakkann annað en að horfa á hann safna ryki.

„Þessi litli strákur mun gera eitthvað með þennan jakka. Ég er mjög ánægður með að hafa gefið honum hann," sagði Karl Malone.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×