Körfubolti

Stuðningsmenn Cleveland vildu hjálpa að borga sekt forsetans

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Í Cleveland er verið að taka niður auglýsingaskilti sem James prýddi.
Í Cleveland er verið að taka niður auglýsingaskilti sem James prýddi. AFP
Stuðningsmenn Cleveland sýna forseta sýnum miklan skilning fyrir reiðilesturinn sem hann hélt yfir LeBron James í síðustu viku. Hann húðskammaði James og gerði lítið úr honum fyrir að yfirgefa félagið og fara til Miami Heat með þessum hætti.

James efndi sem kunnugt er til sérstaks þáttar á ESPN sem hér "The Decision" eða "Ákvörðunin."

Það er líklega versta ákvörðun hans í seinni tíð en körfuboltagúrúar eru á eitt sammála um að þátturinn hafi verið eintómm skrípaleikur.

Forseti Cleveland, Dan Gilbert, lét James heyra það og fékk í kjölfarið sekt upp á 100 þúsund dollara. Í gær tóku nokkrir stuðningsmenn félagsins sig til og létu fé af hendi rakna upp í sektina til stuðnings Gilbert og yfirlýsingunni.

Gilbert neitaði þó að taka við peningunum. "Ég tek auðmjúkur við þessum peningum en ég ætla að borga sektina sjálfur. En þeir sem vilja láta fé af hendi rakna bendi ég á ungmennasjóð Cleveland," sagði forsetinn.

NBA

Tengdar fréttir

LeBron spilar með Miami Heat

Körfuboltaheimurinn stóð á öndinni í nótt þegar LeBron James tilkynnti með hvaða liði hann ætlar að leika á næstu árum. Hann gerði það með stæl og dugði ekkert minna en sérstakur klukkutíma sjónvarpsþáttur á ESPN undir herlegheitin. Þátturinn hét "The Decision" eða Ákvörðunin.

Tíu milljónir horfðu á ákvörðun LeBron James

Tæplega tíu milljónir manna horfðu á "The Decision" - "Ákvörðunina" þar sem LeBron James tilkynnti að hann hefði ákveðið að ganga í raðir Miami Heat. Það er þriðja mesta áhorf á sjónvarpsþátt á þessu ári.

NBA-deildin sektar eiganda Cleveland

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, hefur sektað Dan Gilbert, eiganda Cleveland Cavaliers, um 100 þúsund dollara fyrir ummælin sem hann lét falla um LeBron James er leikmaðurinn ákvað að ganga í raðir Miami Heat.

Eigandi Cleveland hraunar yfir LeBron

Dan Gilbert, eigandi Cleveland Cavaliers, er sár og svekktur út í LeBron James fyrir að yfirgefa félagið. James ætlar til Miami þar sem hann fær gullið tækifæri til þess að verða NBA-meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×