Setjum öll uppkynjagleraugu Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. október 2010 06:00 Þjónusta við konur og karla sem hafa mátt þola kynferðislegt ofbeldi sem og þjónusta við konur sem búa við ofbeldi í nánum samböndum fer að langstærstum hluta fram á vegum félagasamtaka og grasrótarhreyfinga. Þarna eru fyrirferðarmest annars vegar Stígamót sem sinna konum og körlum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hins vegar Samtök um kvennaathvarf sem reka Kvennaathvarfið þar sem tekið er á móti konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka. Bæði þessi samtök fá framlag frá ríki og sveitarfélögum en rekstur athvarfa þeirra er á ábyrgð þessara hreyfinga og samtaka. Þar er því iðulega þröngt í búi, ekki síst vegna þess að erfitt getur verið að sjá fyrir um þörfina á þjónustu frá ári til árs og jafnvel mánuði til mánaðar. Fyrir skemmstu kom til dæmis fram að í kjölfar umræðunnar um kynferðislegt ofbeldi kirkjunnar manna hefði þeim konum sem leituðu til Stígamóta fjölgað verulega. Hér verður nefnilega að gæta þess að margir þolendur kynferðislegs ofbeldis hafa byrgt óbærilega reynslu inni um langt skeið áður en þeir áræða að leita sér hjálpar við að vinna úr henni. Kvennaathvarfið er eingöngu til staðar í höfuðborginni en á Akureyri njóta þolendur kynbundins ofbeldis þjónustu frá Aflinu sem einnig er rekið af félagasamtökum og á Ísafirði gegna Sólstafir svipuðu hlutverki. Stígamót veittu til skamms tíma þjónustu á sjö stöðum utan höfuðborgarsvæðisins en eftir efnahagshrunið þurftu samtökin að loka þessum þjónustumiðstöðvum vegna fjárskorts. Til að bæta úr því og einnig til að flytja starfsemi Stígamóta í stærra húsnæði og veita þjónustu allan sólarhringinn, meðal annars með opnun athvarfs fyrir konur sem vilja brjótast út úr mansali og vændi, efna Skotturnar til landssöfnunar nú um helgina. Markmiðið er að stórauka og bæta þjónustu Stígamóta. Þjóðinni gefst þá kostur á að styðja við starfsemi Stígamóta með því að kaupa barmmerki með kynjagleraugum fyrir þúsund krónur. Bleika og bláa glerið í kynjagleraugunum hafa þá fallegu og táknrænu merkingu að minna á að bæði kyn eiga að taka ábyrgð á kynferðisofbeldi. Það er afar brýnt að Stígamót geti að nýju þjónað þolendum kynferðislegs ofbeldis víða um land. Hitt verkefnið er ekki síður brýnt að hægt sé að leita til Stígamóta allan sólarhringinn og að athvarfi fyrir konur sem vilja brjótast út úr vændi og mansali, og vaxandi þörf er fyrir, verði komið á fót. Konur í vændi og þolendur mansals er hópur sem var algerlega falinn þar til fyrir fáeinum misserum. Nú er hins vegar orðin dagljós nauðsyn þess að þessum hópi standi til boða þjónusta sem sérstaklega er sniðinn að þörfum hans. Það er svo í anda þeirrar sömu kvennasamstöðu sem liggur að baki bæði Stígamótum og Kvennaathvarfinu að markmið Skottanna er ekki aðeins að safna fé til að unnt verði að auka og bæta starf Stígamóta heldur einnig að manna að einhverju leyti þá starfsemi með sjálfboðastarfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun
Þjónusta við konur og karla sem hafa mátt þola kynferðislegt ofbeldi sem og þjónusta við konur sem búa við ofbeldi í nánum samböndum fer að langstærstum hluta fram á vegum félagasamtaka og grasrótarhreyfinga. Þarna eru fyrirferðarmest annars vegar Stígamót sem sinna konum og körlum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hins vegar Samtök um kvennaathvarf sem reka Kvennaathvarfið þar sem tekið er á móti konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka. Bæði þessi samtök fá framlag frá ríki og sveitarfélögum en rekstur athvarfa þeirra er á ábyrgð þessara hreyfinga og samtaka. Þar er því iðulega þröngt í búi, ekki síst vegna þess að erfitt getur verið að sjá fyrir um þörfina á þjónustu frá ári til árs og jafnvel mánuði til mánaðar. Fyrir skemmstu kom til dæmis fram að í kjölfar umræðunnar um kynferðislegt ofbeldi kirkjunnar manna hefði þeim konum sem leituðu til Stígamóta fjölgað verulega. Hér verður nefnilega að gæta þess að margir þolendur kynferðislegs ofbeldis hafa byrgt óbærilega reynslu inni um langt skeið áður en þeir áræða að leita sér hjálpar við að vinna úr henni. Kvennaathvarfið er eingöngu til staðar í höfuðborginni en á Akureyri njóta þolendur kynbundins ofbeldis þjónustu frá Aflinu sem einnig er rekið af félagasamtökum og á Ísafirði gegna Sólstafir svipuðu hlutverki. Stígamót veittu til skamms tíma þjónustu á sjö stöðum utan höfuðborgarsvæðisins en eftir efnahagshrunið þurftu samtökin að loka þessum þjónustumiðstöðvum vegna fjárskorts. Til að bæta úr því og einnig til að flytja starfsemi Stígamóta í stærra húsnæði og veita þjónustu allan sólarhringinn, meðal annars með opnun athvarfs fyrir konur sem vilja brjótast út úr mansali og vændi, efna Skotturnar til landssöfnunar nú um helgina. Markmiðið er að stórauka og bæta þjónustu Stígamóta. Þjóðinni gefst þá kostur á að styðja við starfsemi Stígamóta með því að kaupa barmmerki með kynjagleraugum fyrir þúsund krónur. Bleika og bláa glerið í kynjagleraugunum hafa þá fallegu og táknrænu merkingu að minna á að bæði kyn eiga að taka ábyrgð á kynferðisofbeldi. Það er afar brýnt að Stígamót geti að nýju þjónað þolendum kynferðislegs ofbeldis víða um land. Hitt verkefnið er ekki síður brýnt að hægt sé að leita til Stígamóta allan sólarhringinn og að athvarfi fyrir konur sem vilja brjótast út úr vændi og mansali, og vaxandi þörf er fyrir, verði komið á fót. Konur í vændi og þolendur mansals er hópur sem var algerlega falinn þar til fyrir fáeinum misserum. Nú er hins vegar orðin dagljós nauðsyn þess að þessum hópi standi til boða þjónusta sem sérstaklega er sniðinn að þörfum hans. Það er svo í anda þeirrar sömu kvennasamstöðu sem liggur að baki bæði Stígamótum og Kvennaathvarfinu að markmið Skottanna er ekki aðeins að safna fé til að unnt verði að auka og bæta starf Stígamóta heldur einnig að manna að einhverju leyti þá starfsemi með sjálfboðastarfi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun