Á ferð um furðuskógana 18. mars 2010 05:15 Myndlist Katrín Ólína sýnir loks hér á landi úrval af gripum sem hún hefur hannað.fréttablaðið/valli Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Í tengslum við HönnunarMars sem hefst í dag opnaði Katrín Ólína sýningu í gær í Crymogea á Barónsstíg. Sýninguna kallar hún Rothögg og þar verða til sýnis og sölu gripir sem hún hefur hannað. Katrín Ólína er án efa einn þekktasti hönnuður Íslendinga á alþjóðavettvangi. Verk hennar hafa verið framleidd af fyrirtækjum á borð við DuPont®, Rosenthal, Swedese, Toshiba og Fornarina og hún hefur búið til merkingar og útlit fyrir alþjóðlegar listahátíðir og hönnunarsýningar. Katrín Ólína hefur hlotið virt alþjóðleg hönnunarverðlaun svo sem norrænu Forum AID-verðlaunin í flokki innanhússhönnunar fyrir hönnun sína á Cristal Bar í Hong Kong. Katrín Ólína hefur brotist út úr stakki hreinræktaðrar vöruhönnunar og skapað einstakan formheim úr draumum og ævintýraminnum, undirvitund og þjóðsögum og á grundvelli hans vinnur hún með gríðarlega fjölbreytt róf hluta, útlitshönnunar og prentgripa. Þessi formheimur tekur sér bólfestu á snjóbrettum og hjálmum, á læknastofum og börum, á postulínsdiskum, hálsklútum, veggspjöldum og í sýningum í listasöfnum og galleríum. Verk hennar standa á mótum grafískrar hönnunar, innsetninga, útgáfu og vöruframleiðslu. Í tilefni af hönnunardögunum HönnunarMars sýnir Katrín Ólína nýja hlið á undraheimi sínum í húsakynnum Crymogeu við Barónsstíg. Liturinn í heiminum handan spegilsins hefur fengið ærlegt rothögg svo eftir standa burðarlínur draumsins - skjárinn er brotinn. Handan við hann standa myrkurslungnar plöntur og þjóðsagnakynjuð dýr í sinni nöktustu mynd. Sýndar eru teikningar á veggjum, merkingar og nýir nytjahlutir úr smiðju Katrínar Ólínu. Í Crymogeu eru einnig til sölu veggspjöld, töskur og postulínsdiskar sem framleiddir hafa verið fyrir Katrínu Ólínu og skarta hönnun hennar. Flestar eru þessar vörur ófáanlegar hér á landi og verða seldar við vægu verði á meðan HönnunarMars stendur. - pbb
HönnunarMars Tengdar fréttir Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Urfaust á Íslandi Dúettinn Urfaust frá Hollandi leikur á tvennum tónleikum í Reykjavík um helgina. Þetta er noise/ambient/goth/black-metal hljómsveit, sem hefur verið að síðan 1999 og gefið út slatta af efni, meðal annars tvær stórar plötur. 18. mars 2010 04:00