Fórnarlömbin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Krafan um almenna skuldaniðurfellingu og betri varnir gegn því að lánardrottnar geti gengið að skuldurum er áfram hávær og verður vafalaust borin fram í mótmælum sem boðuð hafa verið á Austurvelli í dag. Ekki leikur vafi á að margir eru í alvarlegum skuldavanda og í þörf fyrir aðstoð. Opinberar tölur segja okkur að fimmtungur húseigenda í landinu skuldi meira en þeir eiga í eignum sínum. Hins vegar leikur heldur ekki vafi á að sá vandi er tilkominn með mismunandi hætti og ekki endilega á sama tíma. Talsverður hópur fólks er kominn í erfiða stöðu vegna þess að það er á lágum launum og skuldir þess snarjukust vegna falls krónunnar. Það á þess vegna erfitt með að greiða af hóflegum lánum vegna hóflegs húsnæðis. Ýmsir hafa orðið fyrir atvinnu- eða tekjumissi og eru þess vegna í vanda. En það er líka talsverður hópur sem lifði einfaldlega um efni fram eða tók áhættu í fjármálum fyrir hrun og var búinn að koma sér á hausinn fyrir hrun. Margir úr þessum hópi stilla sér hins vegar upp sem fórnarlömbum kreppunnar, eða þá ábyrgðarlausra útlána bankanna, en ekki eigin ákvarðana. „Forsendubrestur" er sem tónlist í eyrum þessa fólks sem sér fram á að geta fengið aðstoð við að greiða úr stöðu sem var í raun orðin vonlaus áður en efnahagslífið varð fyrir áfalli. Í flestum tilvikum er staðan hins vegar svo slæm að vafi leikur á að jafnvel afar kostnaðarsamar aðgerðir á borð við almenna 20 prósenta niðurfellingu skulda dugi þessu fólki. Einstaklingar úr þessum hópi hafa sumir hverjir hrópað á athygli fjölmiðla. Þannig var um manninn sem réðist á húsið sitt og bílinn með jarðýtu í fyrrasumar og uppskar meðal annars aðdáun Þórs Saari alþingismanns, sem sótti brak úr húsinu og stillti upp í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar sem minnismerki um „efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar". Í ljós kom að ýtumaðurinn hafði steypt sér í óviðráðanlegar skuldir fyrir hrun og að auki haft fé af fólki sem hann var í viðskiptum við. Svipuðu máli gegnir um þann sem hefur fengið við sig viðtöl í fjölmiðlum undanfarið og aðstoð „heimavarnarliðsins" vegna þess að banki hyggst taka af honum heimili hans. Eins og DV upplýsti í gær var íbúðin í eigu gjaldþrota verktakafyrirtækis sem skuldar hundruð milljóna króna. Við getum líka rifjað upp söguna af manninum sem Hæstiréttur neitaði í vor um að gera nauðasamninga við lánardrottna sína. Sá hafði búið í 200 fermetra húsi og rekið tvo bíla þrátt fyrir að vera atvinnulaus og bætti svo við láni fyrir fellihýsi áður en allt fór í steik í efnahagslífinu. Hann vildi borga níu milljónir upp í 139 milljóna skuld. Núverandi umboðsmaður skuldara sagði í Fréttablaðinu í sumar að það mál væri að mörgu leyti dæmigert fyrir þá mörgu sem hefðu lifað um efni fram og keyrt á lánum sem bankar og fjármálafyrirtæki hefðu fúslega veitt. Hinar opinberu tölur segja okkur ekki hvernig skiptingin er á milli hópanna; þess sem inniheldur hin raunverulegu fórnarlömb hruns krónunnar og hins sem var búinn að koma sér á vonarvöl hvort sem var. Umræðunnar vegna væri þó fengur að því að það kæmist á hreint. Það myndi varpa skýrara ljósi á raunverulegt umfang skuldavanda sem til er kominn vegna hrunsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund Skoðun
Krafan um almenna skuldaniðurfellingu og betri varnir gegn því að lánardrottnar geti gengið að skuldurum er áfram hávær og verður vafalaust borin fram í mótmælum sem boðuð hafa verið á Austurvelli í dag. Ekki leikur vafi á að margir eru í alvarlegum skuldavanda og í þörf fyrir aðstoð. Opinberar tölur segja okkur að fimmtungur húseigenda í landinu skuldi meira en þeir eiga í eignum sínum. Hins vegar leikur heldur ekki vafi á að sá vandi er tilkominn með mismunandi hætti og ekki endilega á sama tíma. Talsverður hópur fólks er kominn í erfiða stöðu vegna þess að það er á lágum launum og skuldir þess snarjukust vegna falls krónunnar. Það á þess vegna erfitt með að greiða af hóflegum lánum vegna hóflegs húsnæðis. Ýmsir hafa orðið fyrir atvinnu- eða tekjumissi og eru þess vegna í vanda. En það er líka talsverður hópur sem lifði einfaldlega um efni fram eða tók áhættu í fjármálum fyrir hrun og var búinn að koma sér á hausinn fyrir hrun. Margir úr þessum hópi stilla sér hins vegar upp sem fórnarlömbum kreppunnar, eða þá ábyrgðarlausra útlána bankanna, en ekki eigin ákvarðana. „Forsendubrestur" er sem tónlist í eyrum þessa fólks sem sér fram á að geta fengið aðstoð við að greiða úr stöðu sem var í raun orðin vonlaus áður en efnahagslífið varð fyrir áfalli. Í flestum tilvikum er staðan hins vegar svo slæm að vafi leikur á að jafnvel afar kostnaðarsamar aðgerðir á borð við almenna 20 prósenta niðurfellingu skulda dugi þessu fólki. Einstaklingar úr þessum hópi hafa sumir hverjir hrópað á athygli fjölmiðla. Þannig var um manninn sem réðist á húsið sitt og bílinn með jarðýtu í fyrrasumar og uppskar meðal annars aðdáun Þórs Saari alþingismanns, sem sótti brak úr húsinu og stillti upp í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar sem minnismerki um „efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar". Í ljós kom að ýtumaðurinn hafði steypt sér í óviðráðanlegar skuldir fyrir hrun og að auki haft fé af fólki sem hann var í viðskiptum við. Svipuðu máli gegnir um þann sem hefur fengið við sig viðtöl í fjölmiðlum undanfarið og aðstoð „heimavarnarliðsins" vegna þess að banki hyggst taka af honum heimili hans. Eins og DV upplýsti í gær var íbúðin í eigu gjaldþrota verktakafyrirtækis sem skuldar hundruð milljóna króna. Við getum líka rifjað upp söguna af manninum sem Hæstiréttur neitaði í vor um að gera nauðasamninga við lánardrottna sína. Sá hafði búið í 200 fermetra húsi og rekið tvo bíla þrátt fyrir að vera atvinnulaus og bætti svo við láni fyrir fellihýsi áður en allt fór í steik í efnahagslífinu. Hann vildi borga níu milljónir upp í 139 milljóna skuld. Núverandi umboðsmaður skuldara sagði í Fréttablaðinu í sumar að það mál væri að mörgu leyti dæmigert fyrir þá mörgu sem hefðu lifað um efni fram og keyrt á lánum sem bankar og fjármálafyrirtæki hefðu fúslega veitt. Hinar opinberu tölur segja okkur ekki hvernig skiptingin er á milli hópanna; þess sem inniheldur hin raunverulegu fórnarlömb hruns krónunnar og hins sem var búinn að koma sér á vonarvöl hvort sem var. Umræðunnar vegna væri þó fengur að því að það kæmist á hreint. Það myndi varpa skýrara ljósi á raunverulegt umfang skuldavanda sem til er kominn vegna hrunsins.
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun
„Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir Skoðun
Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík Skoðun