Körfubolti

Stjarnan endaði taphrinuna með sigri á botnliði ÍR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marvin Valdimarsson lék vel í kvöld.
Marvin Valdimarsson lék vel í kvöld. Mynd/ÓskarÓ

Stjörnumenn unnu langþráðan sigur þegar þeir unnu ÍR-inga með 13 stigum í Garðabænum í kvöld, 89-76. Stjarnan var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar en það var ljóst frá byrjun þessa leiks að lærisveinar Teits Örlygssonar ætluðu að breyta því í kvöld.

Útlitið er hinsvegar ekki bjart hjá Breiðhyltingum því ÍR-liðið tapaði þarna sínum fjórða leik í röð og situr liðið því áfram á botni deildarinnar með aðeins einn sigur út úr fyrstu átta leikjum sínum.

Marvin Valdimarsson átti sinn besta leik á tímabilnu með Stjörnunni og skoraði 30 stig og tók 10 fráköst og þá var Jovan Zdravevski með 26 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Justin Shouse lét sér nægja 14 stig og 7 stoðsendingar.

Hjá ÍR var Kelly Biedler með 30 stig og 21 frákast en Nemanja Sovic kom honumm næstur með 17s tig og var eini annar leikmaður ÍR-liðsins sem skoraði meira en 9 stig í þessum leik.

Stjarnan var 26-21 yfir eftir fyrsta leikhluta og komið með fjórtán sitga forskot, 47-33, í hálfleik. Stjarnan jók muninn upp í 19 stig í lok þriðja leikhluta en ÍR-ingar náðu að laga stöðuna aðeins í lokaleikhlutanum.

Stjarnan-ÍR 89-76 (47-33)

Stig Stjörnunnar: Marvin Valdimarsson 30 (10 frák./3 varin), Jovan Zdravevski 26 (8 frák./5 stoðs.), Justin Shouse 14 (7 stoðs./5 stolnir), Ólafur Aron Ingvason 5, Kjartan Atli Kjartansson 5, Guðjón Lárusson 4, Fannar Freyr Helgason 3 (9 frák./6 varin) Daníel G. Guðmundsson 2.

Stig ÍR: Kelly  Biedler 30 (21 frák./5 stolnir/7 varin), Nemanja Sovic 17, Hjalti Friðriksson 9, Kristinn Jónasson 5, Eiríkur Önundarson 4, Matic Ribic 4, Níels Dungal 3, Bjarni Valgeirsson 3, Ásgeir Örn Hlöðversson 1.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×