Ögmundur vill skoða niðurstöðuna betur Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. desember 2010 21:22 Ögmundur Jónasson var óánægður með fyrri samning um Icesave. Mynd/ Anton. „Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur. Icesave Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
„Áður en við gleypum þetta og samþykkjum, þá þurfum við að skoða niðurstöðuna vel. En þetta er mikill og góður árangur og mjög langt frá þeirri niðurstöðu sem við stóðum frammi fyrir," segir Ögmundur Jónasson, ráðherra og þingmaður VG, um nýjan Icesave samning. Ögmundur var einn þeirra stjórnarþingmanna sem lagðist gegn Icesavesamningunum fyrir rúmu ári síðan og galt fyrir það með ráðherraembætti sínu. „Ég gekk út úr ríkisstjórn vegna þess að mér var sagt að ef ég ekki samþykkti þá niðurstöðu sem fyrir lá haustið 2009 myndi stjórnin springa og hún myndi fara frá. Ég hafði engan áhuga á því að sprengja ríkisstjórnina en ekki heldur vildi ég gefa mig í þessu máli," segir Ögmundur í samtali við Vísi. Hann telur að það hafi komið á daginn, það sem hann taldi þá, að hægt væri að fá betri niðurstöðu en þá var talið. „Þetta er ævintýralega miklu betri niðurstaða en sú sem að við stóðum frammi fyrir haustið 2009 og sem þjóðin síðan hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því er ekkert saman að jafna og munar gríðarlegum upphæðum," segir Ögmundur. Ögmundur segir að þetta skipti ekki bara máli fyrir framtíð þjóðarbúsins heldur velferðarsamfélags á Íslandi. „Ég hef oft furðað mig á því hvað margir virðast glámskyggnir á það sem mér hefur allavega þótt vera augljóst, að þessar upphæðir telja allar. Þetta eru alvöru krónur og aurar og þegar að þær eru teknar frá okkur að þá þýða þær niðurskurð í velferðarþjónustu og menntastofnunum. Þar á meðal er Háskóli Íslands sem á ýmsa fræðimenn sem hafa gert lítið úr þessum skuldbindingum, segir Ögmundur.
Icesave Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira