Tímamót í jafnréttismálum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. mars 2010 06:00 Hlutfall kynja í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga var bundið í lög nú í vikunni. Samkvæmt lögunum nýju verður einnig skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra fyrirtækja, og tilkynna um hvort tveggja, kynjahlutfall stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, til Hlutafélagaskrár. Umræðan um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hefur fengið vaxandi þunga eftir að Norðmenn, fyrstir þjóða, settu slík lög fyrir fáeinum árum. Andstæðingar kynjakvótans halda því fram að konur þurfi ekki þessa meðgjöf og að hún sé jafnvel lítillækkandi fyrir þær vegna þess að ef konur eru valdar í stjórn vegna kynjakvóta þá séu þær ekki valdar vegna verðleika sinna. Fylgjendur kynjakvóta segja á hinn bóginn að reynslan sýni að lög þurfi til að rétta hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Lítill áhugi sé í þeim stóra meirihlutahópi karla sem ferðinni ráða í atvinnulífinu til að venda skútunni; samfélagið hafi ekki efni á að bíða eftir því að sá áhugi vakni, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýni að yfirleitt vegnar þeim fyrirtækjum betur þar sem bæði kyn koma við sögu í stjórnun. Fyrir tæpu ári skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri og Verslunarráð Íslands undir viljayfirlýsingu þess efnis að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs. Markmiðið var einmitt að hlutur hvors kyns yrði ekki minni en 40 prósent í stjórnum fyrirtækja, eins og kveður á um í lögunum nýsamþykktu. Í mánuðinum sem leið var haldin geysifjölmenn ráðstefna undir yfirskriftinni Virkjum karla og konur. Þar stigu á stokk fulltrúar tveggja fyrirtækja, Eddu útgáfu og Mannvits, og skrifuðu undir samstarfssamning um að auka fjölbreytni í forystusveit sinni, eða með öðrum orðum að uppfylla markmiðið um 40 prósent kvenna að lágmarki í stjórn. Síðan hafa tvö fyrirtæki til viðbótar undirritað samstarfssamninginn: Landsbankinn og Saltkaup. Fjögur fyrirtæki í landinu hafa því, enn sem komið er, treyst sér til þess að strengja þess heit að jafna hlutfall kynja í stjórnum sínum, til viðbótar við þau liðlega 4.300 fyrirtæki sem þegar hafa á að skipa jöfnu kynjahlutfalli í stjórn. Í landinu starfa nú rúmlega 32.000 fyrirtæki svo hlutfall fyrirtækja sem hafa á að skipa stjórn þar sem kynjajafnvægis gætir er liðlega 13 prósent. Það er því langt í land og algerlega ljóst að ekki veitir af lagasetningunni til þess að styðja við fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja. Lögin sem samþykkt voru í vikunni marka tímamót og eru mikið fagnaðarefni. Vel hefur gengið í Noregi að framfylgja lögum um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Hér tekur lagaákvæðið um kynjahlutföll ekki gildi fyrr en seinni hluta ársins 2013. Íslensk fyrirtæki hafa því rúmlega þrjú ár til að rétta hjá sér kúrsinn og er þeim óskað velfarnaðar við það verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Hlutfall kynja í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga var bundið í lög nú í vikunni. Samkvæmt lögunum nýju verður einnig skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra fyrirtækja, og tilkynna um hvort tveggja, kynjahlutfall stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, til Hlutafélagaskrár. Umræðan um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hefur fengið vaxandi þunga eftir að Norðmenn, fyrstir þjóða, settu slík lög fyrir fáeinum árum. Andstæðingar kynjakvótans halda því fram að konur þurfi ekki þessa meðgjöf og að hún sé jafnvel lítillækkandi fyrir þær vegna þess að ef konur eru valdar í stjórn vegna kynjakvóta þá séu þær ekki valdar vegna verðleika sinna. Fylgjendur kynjakvóta segja á hinn bóginn að reynslan sýni að lög þurfi til að rétta hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja. Lítill áhugi sé í þeim stóra meirihlutahópi karla sem ferðinni ráða í atvinnulífinu til að venda skútunni; samfélagið hafi ekki efni á að bíða eftir því að sá áhugi vakni, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýni að yfirleitt vegnar þeim fyrirtækjum betur þar sem bæði kyn koma við sögu í stjórnun. Fyrir tæpu ári skrifuðu Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri og Verslunarráð Íslands undir viljayfirlýsingu þess efnis að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs. Markmiðið var einmitt að hlutur hvors kyns yrði ekki minni en 40 prósent í stjórnum fyrirtækja, eins og kveður á um í lögunum nýsamþykktu. Í mánuðinum sem leið var haldin geysifjölmenn ráðstefna undir yfirskriftinni Virkjum karla og konur. Þar stigu á stokk fulltrúar tveggja fyrirtækja, Eddu útgáfu og Mannvits, og skrifuðu undir samstarfssamning um að auka fjölbreytni í forystusveit sinni, eða með öðrum orðum að uppfylla markmiðið um 40 prósent kvenna að lágmarki í stjórn. Síðan hafa tvö fyrirtæki til viðbótar undirritað samstarfssamninginn: Landsbankinn og Saltkaup. Fjögur fyrirtæki í landinu hafa því, enn sem komið er, treyst sér til þess að strengja þess heit að jafna hlutfall kynja í stjórnum sínum, til viðbótar við þau liðlega 4.300 fyrirtæki sem þegar hafa á að skipa jöfnu kynjahlutfalli í stjórn. Í landinu starfa nú rúmlega 32.000 fyrirtæki svo hlutfall fyrirtækja sem hafa á að skipa stjórn þar sem kynjajafnvægis gætir er liðlega 13 prósent. Það er því langt í land og algerlega ljóst að ekki veitir af lagasetningunni til þess að styðja við fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja. Lögin sem samþykkt voru í vikunni marka tímamót og eru mikið fagnaðarefni. Vel hefur gengið í Noregi að framfylgja lögum um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Hér tekur lagaákvæðið um kynjahlutföll ekki gildi fyrr en seinni hluta ársins 2013. Íslensk fyrirtæki hafa því rúmlega þrjú ár til að rétta hjá sér kúrsinn og er þeim óskað velfarnaðar við það verkefni.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun