Allir fimmtán í landsdómi þurfa að taka afstöðu til kröfu Sigríðar 29. desember 2010 12:00 Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis. Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis og hefur það hlutverk að sækja Geir H. Haarde til saka fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu og meintra brota á lögum á ráðherraábyrgð vegna embættisfærslna í aðdraganda bankahrunsins. Sigríður fór fram á að það við Þjóðskjalasafnið, sem geymir gögn rannsóknarnefndar Alþingis, að fá afhentar skýrslutökur yfir Geir og tölvupósta sem hann sendi þegar hann var forsætisráðherra. Þjóðskjalasafnið synjaði beiðninni með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs, en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Sigríður segir að án gagnanna verði tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Ég tel mjög mikilvægt að fá í hendur þessar skýrslur sem ég hef óskað eftir, en ég hef líka óskað eftir mjög mörgum öðrum gögnum eða skjölum sem ég á vona á að fá afhent mjög fljótlega," segir Sigríður fréttastofu.Frumvarp hjá allsherjarnefnd Sigríður mun láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm, en í dómnum sitja fimmtán dómendur. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytinga á lögum um landsdóm m.a til að ná fram því réttarfarshagræði að ekki þurfi að kalla til alla dómendur til þess að taka afstöðu til kröfu um gagnaöflun og að nóg sé að þrír dómendur taki afstöðu til slíkra atriða. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið fer það til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Sigríður segir að án lagabreytingarinnar þurfi allir dómendur að taka afstöðu til kröfunnar. Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Að óbreyttum lögum þurfa allir fimmtán dómendur í landsdómi að taka afstöðu til þeirrar kröfu saksóknara Alþingis að fá aðgang að gögnum rannsóknarnefndar Alþingis, en þjóðskjalavörður hefur neitað um aðgang að nauðsynlegum gögnum, eins og yfirheyrslum rannsóknarnefndar og tölvupóstum Geirs H. Haarde. Sigríður J. Friðjónsdóttir er saksóknari Alþingis og hefur það hlutverk að sækja Geir H. Haarde til saka fyrir landsdómi vegna meintrar vanrækslu og meintra brota á lögum á ráðherraábyrgð vegna embættisfærslna í aðdraganda bankahrunsins. Sigríður fór fram á að það við Þjóðskjalasafnið, sem geymir gögn rannsóknarnefndar Alþingis, að fá afhentar skýrslutökur yfir Geir og tölvupósta sem hann sendi þegar hann var forsætisráðherra. Þjóðskjalasafnið synjaði beiðninni með vísan til stjórnarskrárákvæðis um friðhelgi einkalífs, en Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Sigríður segir að án gagnanna verði tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „Ég tel mjög mikilvægt að fá í hendur þessar skýrslur sem ég hef óskað eftir, en ég hef líka óskað eftir mjög mörgum öðrum gögnum eða skjölum sem ég á vona á að fá afhent mjög fljótlega," segir Sigríður fréttastofu.Frumvarp hjá allsherjarnefnd Sigríður mun láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um haldlagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm, en í dómnum sitja fimmtán dómendur. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytinga á lögum um landsdóm m.a til að ná fram því réttarfarshagræði að ekki þurfi að kalla til alla dómendur til þess að taka afstöðu til kröfu um gagnaöflun og að nóg sé að þrír dómendur taki afstöðu til slíkra atriða. Að lokinni fyrstu umræðu um frumvarpið fer það til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd Alþingis. Sigríður segir að án lagabreytingarinnar þurfi allir dómendur að taka afstöðu til kröfunnar.
Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira