Körfubolti

Chicago Bulls ferillinn byrjar ekki vel hjá Boozer

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Boozer, lengst til hægri, með nýjum liðsfélögum sínum í Chicago Bulls.
Carlos Boozer, lengst til hægri, með nýjum liðsfélögum sínum í Chicago Bulls. Mynd/AP
Carlos Boozer samdi við NBA-liðið Chicago Bulls í sumar og voru stærstu "kaup" liðsins fyrir tímabilið en það byrjar ekki vel hjá þessum öfluga framherja á nýjum stað.

Carlos Boozer handarbrotnaði nefnilega á æfingu og verður frá í það minnsta tvo fyrstu mánuði tímabilsins. Boozer braut fimmta miðhandarbein og þurfti að gangast undir aðgerð.

Carlos Boozer hefur spilað undanfarin sex tímabil með Utah jazz við góðan orðstýr en hann var með 19.5 stig og 11,2 fráköst að meðaltali með Utah á síðasta tímabili.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×