Körfubolti

Nonni Mæju fékk flest atkvæði í Stjörnuleik KKÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ólafur Jónsson.
Jón Ólafur Jónsson. Mynd/Vilhelm

Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, þekktastur undir viðurnefninu Nonni Mæju, fékk flest atkvæði í netkosningu á KKÍ þar sem gestir síðunnar fengu að velja byrjunarliðsleikmenn í Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla 11. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Jón Ólafur er einn af þremur Snæfellingum í byrjunarliði Landsbyggðarinnar en hinir eru þeir Sean Burton og Ryan Amaroso. Aðrir í liðinu eru þeir Páll Axel Vilbergsson í Grindavík sem fékk næstflest atkvæði og Hörður Axel Vilhjálmsson í Keflavík.

KR-ingurinn Pavel Ermolinskij fékk flest atkvæði í liði Höfuðborgarinnar en aðrir í liðinu eru þeir Ægir Þór Steinarsson (Fjölni), Marvin Valdimarsson (Stjarnan, Jovan Zdravevski (Stjarnan) og Fannar Ólafsson (KR).



Þessir fengu flest atkvæði:


1. Jón Ólafur Jónsson 612

2. Páll Axel Vilbergsson 589

3. Pavel Ermolinskij 430

4. Ægir Þór Steinarsson 413

5. Sean Burton 347

6. Jovan Zdravevski 336

7. Hörður Axel Vilhjálmsson 313

8. Marvin Valdimarsson 306

9. Hreggviður Magnússon 292

10. Justin Shouse 266

11. Hayward Fain 236

12. Fannar Ólafsson 228

13. Ryan Amaroso 219

14. Kelly Biedler 218

15. Andre Dabney 214

Ingi Þór Steinþórsson stýrir landsbyggðarliðinu og Hrafn Kristjánsson stýrið liði höfuðborgarsvæðisins. Þjálfararnir velja svo næstu sjö leikmenn sem munu skipa liðin.



Topp fimm eftir leikstöðum
Bakverðir:

Pavel Ermolinskij 430

Ægir Þór Steinarsson 413

Sean Burton 347

Hörður Axel Vilhjálmsson 313

Justin Shouse 266

Framherjar:

Jón Ólafur Jónsson 612

Páll Axel Vilbergsson 589

Jovan Zdravevski 336

Marvin Valdimarsson 306

Hreggviður Magnússon 292

Miðherjar:

Fannar Ólafson 228

Ryan Amaroso 219

Fannar Helgason 209

Gerald Robinson 193

Lazar Trifunovic 154






Fleiri fréttir

Sjá meira


×