Hálfrænulaus eftir dáleiðslu hjá Sailesh 20. mars 2010 06:00 Sailesh. Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp Sailesh Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Stúlka á átjánda ári lenti í hremmingum eftir að dávaldurinn Sailesh hafði dáleitt hana í hádegisskemmtun í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ (FG). Hún losnaði ekki úr dáleiðslunni og kalla þurfti til sjúkralið sem ekkert gat gert. Sailesh var með skemmtun í skólanum á miðvikudag. Skólayfirvöld höfðu mælst til að börn undir 18 ára aldri yrðu ekki dáleidd, en það gekk ekki eftir. Erfiðlega gekk að ná stúlkunni úr dái, en það virtist þó takast og Sailesh hvarf á braut. Þegar leið á daginn fann stúlkan fyrir vanlíðan sem ágerðist þar til hringt var á sjúkrabíl. Þá var hún hálfrænulítil en með gríðarlega háan blóðþrýsting. Lífsmörkin voru raunar eins og hún væri í spretthlaupi. Hringja þurfti í dávaldinn og honum tókst, eftir þrjár tilraunir, að ná stúlkunni úr dáinu. Þá urðu öll lífsmörk strax eðlileg og hún náði sér strax. „Þetta getur komið fyrir þótt það gerist ekki oft," segir Sailesh. Hann segir skýringuna þá að sá dáleiddi eigi einhver óuppgerð mál innra með sér og undirmeðvitundin velji að dvelja í dáinu, því þar líði viðkomandi svo vel. „Það var aldrei nein hætta á ferðum og ef hún hefði fengið að sofna hefði þetta lagast af sjálfu sér. Stressið í kringum hana olli háum blóðþrýstingi." Skólastjórnendur í FG sendu aðvörunarbréf til annarra framhaldsskóla og sögðu frá atvikinu. Kristinn Þorsteinsson aðstoðarskólameistari segir atvikið umhugsunarvert. „Ef hann kæmi til mín á morgun og spyrði hvort hann mætti koma myndi ég segja nei." Þórarinn Hjaltason sálfræðingur segir að dáleiðsla eigi að vera hættulaus öllum. Hann hafi heyrt um svona tilvik, þó ekki jafnsvæsin. „Í einhverjum tilvikum vakna menn ekki almennilega úr dá-svefni, en þá sofa þeir þetta oftast nær úr sér." Þórarinn segir sálfræðinga nota dáleiðslu nokkuð hér á landi, sem og geðlækna og einstaka lækna. Hjá fagmönnum eigi engin hætta að vera á ferðum.- kóp
Sailesh Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira