Seðlabankinn mælir með evrutengingu 21. desember 2010 05:45 Horfa til nýrra tíma Erfiðlega gekk að framfylgja peningastefnu Seðlabankans í alþjóðlegu umróti á fjármálamörkuðum, að því er segir í nýrri skýrslu bankans. Hér eru þeir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur bankans.Fréttablaðið/vilhelm „Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu Seðlabankans sem birt var í gær og afhent ráðuneyti Árna Páls kemur fram að misbrestur hafi verið í framkvæmd peningastefnunnar frá því krónan var sett á flot og verðbólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Bankinn útilokar ekki að hagkvæmt sé að falla frá sjálfstæðri peningastefnu. Ef af því verði sé heppilegast út frá hagrænum sjónarmiðum að festa gengi krónunnar við evru. Seðlabankinn vann skýrsluna að eigin frumkvæði og ber hún heitið Peningastefnan eftir höft. Árni Páll segir skýrsluna verða innlegg í þá vinnu stjórnvalda sem fram undan sé næstu mánuði; fyrir mars á að leggja fram áætlun um endurskoðun á afnámi gjaldeyrishafta og næsta sumar rennur efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hér sitt skeið. Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika. Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur. Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans. Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Við höfum alltaf litið svo á að það þurfi að endurmeta peningastefnuna í kjölfar hrunsins. Skýrsla Seðlabankans er innlegg í þá vinnu,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Í skýrslu Seðlabankans sem birt var í gær og afhent ráðuneyti Árna Páls kemur fram að misbrestur hafi verið í framkvæmd peningastefnunnar frá því krónan var sett á flot og verðbólgumarkmið tekið upp í mars 2001. Bankinn útilokar ekki að hagkvæmt sé að falla frá sjálfstæðri peningastefnu. Ef af því verði sé heppilegast út frá hagrænum sjónarmiðum að festa gengi krónunnar við evru. Seðlabankinn vann skýrsluna að eigin frumkvæði og ber hún heitið Peningastefnan eftir höft. Árni Páll segir skýrsluna verða innlegg í þá vinnu stjórnvalda sem fram undan sé næstu mánuði; fyrir mars á að leggja fram áætlun um endurskoðun á afnámi gjaldeyrishafta og næsta sumar rennur efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda hér sitt skeið. Í skýrslunni er fjallað um árangurinn af peningastefnu bankans og fljótandi gengi síðastliðin níu ár. Taldar eru nokkrar hugsanlegar ástæðu fyrir slökum árangri peningastefnunnar; gerð íslensks þjóðarbúskapar geri sjálfstæða peningastefnu erfiða viðfangs, óvenjulegar aðstæður á bæði alþjóðlegum og innlendum efnahagsmálum og fjármálamörkuðum og misbrestur í framkvæmd peningastefnunnar, sem hafi ekki tekist að ávinna sér nægilegan trúverðugleika. Þá hafi vaxandi alþjóðavæðing innlends fjármálakerfis og ofvöxtur þess orðið til þess að veikja miðlun peningastefnunnar, skapa áhættu í fjármálakerfinu og magna gengissveiflur. Ofan á allt var stefna í opinberum fjármálum á skjön við stefnu Seðlabankans í peningamálum og það hefur þyngt róðurinn, að sögn Seðlabankans. Seðlabankinn telur að verði fallið frá fljótandi gengi sé heppilegast að tengja krónuna við gengi evru. Fasttenging við evru eða einhliða upptaka hennar sé ekki ákjósanlegur kostur. Fremur verði upptakan að koma í framhaldi af aðild Íslands að Evrópusambandinu og inngöngu í myntbandalagið. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira