„Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta í dag," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, en Alþingi felldi þá tillögu að henni skyldi verða stefnt fyrir landsdóm.
Aðspurð hvort hún hafi búist við því að tillagan yrði felld segir Ingibjörg: „Ég vissi ekkert við hverju ég átti að búast."
Ásamt henni verða Björgvin G. og Árni Mathiesen ekki stefnt fyrir landsdóm. Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður því eini fyrrverandi ráðherrann sem verður stefnt fyrir landsdóm.
Ingibjörg Sólrún: Vissi ekkert við hverju ég átti að búast
