Nú sést uppskrift að lausn vandamálanna 4. desember 2010 04:45 Þórólfur Matthíasson Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Horft er til næstu tveggja ára og lausnar á vanda fólks sem núna á í greiðsluvanda í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Þetta segir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. „Og það finnst mér vera kostur í þessum tillögum," bætir Þórólfur við. „Fólk er í vanda núna og engin þörf á að leggja rosalegar fjárhæðir í að leysa vanda sem ekki raungerist fyrr en eftir einhverhver tíu til tuttugu ár, eins og hefði verið með höfuðstólslækkunum." Þórólfur lýsir tillögunum sem „blandi í poka" sem ætti að geta nýst stórum hópi fólks. „Og vonandi fæst úr þessu einhver niðurstaða fyrir þá sem eru í greiðsluvanda." Í tillögunum segir Þórólfur að sé útvíkkuð sértæk skuldaaðlögun sem boðið hafi verið upp á. „Og menn lækka þar prósentuviðmið um tíu prósent og setja inn nákvæmari ákvæði um biðlánin sem gera þetta aðeins meira aðlaðandi fyrir þá sem fara í gegn um það," segir hann. Einhver kostnaðarauki segir Þórólfur að sé falinn í svokallaðri „hraðferð" í skuldaniðurfærslu einstaklinga og sambýlisfólks, allt að 15 milljónum króna hjá einstaklingum og þrjátíu milljónum hjá hjónum, en þó ekki nema í 110 prósent af verðmæti eignar. „Þarna verður eitthvað afskrifað sem væntanlega hefði annars verið innheimt, en í stórum dráttum er þetta eitthvað sem mér sýnist að lánastofnanir hefðu þurft að taka á sig. Það er samt alltaf mjög erfitt að sjá hvernig dreifingin verður á milli þeirra og væntanlega er það það sem tekist hefur verið á um undanfarna daga. Bankar, lífeyrissjóðir og aðrir eru á svo mismunandi stöðum í veðröðunum." Helsta viðbótarútgjöldin í boðuðum aðgerðum segir Þórólfur að sé að finna í tillögu um niðurgreiðslu vaxta. „Það eru tvisvar sinnum átta milljarðar króna á næsta og þarnæsta ári og sýnist mér hugmyndin að bankarnir fjármagni sex milljarða af þessum átta hvort árið um sig." Þórólfur kveðst vonast til þess að með fram komnum tillögum taki fólk að nýta sér þau úrræði sem í boði eru. „Vandinn er mjög margþættur og engin ein lausn sem dugar öllum. En þetta endurspeglar að menn hafa legið yfir þessu og hafa reynt að máta fleiri en eina aðferð." Með tillögunum segir Þórólfur útlit fyrir að þónokkuð stór hópur fái einhverja úrlausn sinna mála og almenna vaxtaniðurfærslan gangi yfir mjög stóran hóp þó það sé ekki nema næstu tvö árin. Þórólfur telur að nú sjái þeir sem hvað mest berjast í bökkum hver uppskriftin er að lausnunum og hvers þeir geta vænst. „Það er meiri vissa í þessu, en vandinn hefur verið að fá fólk til að koma inn og byrja að vinna í sínum málum. Fólk hefur búið til einhverja Grýlu úr fjármálastofnunum og öðrum sem unnið hafa í málunum og sagt að ekki þýði að tala við þá, þótt reyndin hafi gjarnan verið önnur. En núna liggur allt á borðinu og borgar sig að ganga frá málunum og fá fast land fyrir framtíðina." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira