Snilldin ein Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. júní 2010 06:00 Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti. Nú dugar ekkert minna en snilld. Viðkomustaðirnir á leið til snilldarinnar hafa verið nokkrir; frábært, meiri háttar, rosagott og fínt áttu sitt skeið á efsta stigi málsins, einnig æðislegt, geðveikt, truflað og sjúkt. Það segir kannski eitthvað um andlegt ástand og gildismat síðustu þrjátíu árin eða svo hvað orð sem lýsa ýktu og upphöfnu ástandi á geði hafa orðið að samheitum og lýsingum á gæðum eða afbragði. Gleymdi ég að minnast á ýkt? Allt í lagi, geri það hér með. Ýkt meiri háttar, æðislega geðsjúkt. Góð. Pylsa. Og nú ríkir snilldin ein. „Það eina sem ég þarf að gera er að grilla þetta kjöt af snilld," er setning sem rakst á mig í auglýsingu um daginn. Auglýsingin gefur í skyn að kjötið hafi sjálft allt til að bera sem hægt er að óska sér hvað varðar krydd og hversu meyrt það er, algerlega óháð grillaranum. Hver er sú snilld sem grillarinn þarf að beita? Fimi með tangir, dugnaður við að brenna sig ekki, hæfileikar í kjötfjarhitaskynjun? Er það snilld að taka kjöt úr pakka og henda því á grill? Er þetta kannski sú hin sama snilld og þeir sem græddu á daginn og grilluðu á kvöldin hér um árið bjuggu yfir? Í takt við þá snillinga okkar hefur gengi snilldarinnar fallið. Núna þarf notkun á orðinu snilld ekki að þýða að einhver hafi skrifað Ilíonskviðu, tekið upp Hvíta albúmið eða fundið upp eilífðarvél. Sósan á fiskinn hefur í nokkuð mörg ár verið hreinasta snilld, á sama hátt og Ljóminn var svo ljómandi góður. Það að leggja sig eftir matinn, klippa á sér táneglurnar eða fara í strætó kallar hins vegar ekki á neina ofurmennsku. Enn þá. Ég gleymdi víst að minnast á það að um líkt leyti og ég fékk Ágætt fyrir frammistöðu á lestrarprófi voru 7,24 krónur í einum dollara. Það var sko snilld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun
Ég er að verða miðaldra. Jú, víst. Ég man nefnilega eftir því þegar orðið ágætt þýddi mjög gott eða jafnvel afbragð. Í skólanum mínum, Fossvogsskóla, voru gefnar einkunnirnar: Sæmilegt, gott, mjög gott og ágætt. Í þessari röð. Sæmilegt var verst, ágætt best. Nú til dags þýðir ágætt ekki nema svona lala, eiginlega bara sæmilegt. Ágætt og sæmilegt hafa flast út og eru nú samheiti. Nú dugar ekkert minna en snilld. Viðkomustaðirnir á leið til snilldarinnar hafa verið nokkrir; frábært, meiri háttar, rosagott og fínt áttu sitt skeið á efsta stigi málsins, einnig æðislegt, geðveikt, truflað og sjúkt. Það segir kannski eitthvað um andlegt ástand og gildismat síðustu þrjátíu árin eða svo hvað orð sem lýsa ýktu og upphöfnu ástandi á geði hafa orðið að samheitum og lýsingum á gæðum eða afbragði. Gleymdi ég að minnast á ýkt? Allt í lagi, geri það hér með. Ýkt meiri háttar, æðislega geðsjúkt. Góð. Pylsa. Og nú ríkir snilldin ein. „Það eina sem ég þarf að gera er að grilla þetta kjöt af snilld," er setning sem rakst á mig í auglýsingu um daginn. Auglýsingin gefur í skyn að kjötið hafi sjálft allt til að bera sem hægt er að óska sér hvað varðar krydd og hversu meyrt það er, algerlega óháð grillaranum. Hver er sú snilld sem grillarinn þarf að beita? Fimi með tangir, dugnaður við að brenna sig ekki, hæfileikar í kjötfjarhitaskynjun? Er það snilld að taka kjöt úr pakka og henda því á grill? Er þetta kannski sú hin sama snilld og þeir sem græddu á daginn og grilluðu á kvöldin hér um árið bjuggu yfir? Í takt við þá snillinga okkar hefur gengi snilldarinnar fallið. Núna þarf notkun á orðinu snilld ekki að þýða að einhver hafi skrifað Ilíonskviðu, tekið upp Hvíta albúmið eða fundið upp eilífðarvél. Sósan á fiskinn hefur í nokkuð mörg ár verið hreinasta snilld, á sama hátt og Ljóminn var svo ljómandi góður. Það að leggja sig eftir matinn, klippa á sér táneglurnar eða fara í strætó kallar hins vegar ekki á neina ofurmennsku. Enn þá. Ég gleymdi víst að minnast á það að um líkt leyti og ég fékk Ágætt fyrir frammistöðu á lestrarprófi voru 7,24 krónur í einum dollara. Það var sko snilld.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun