Enn óvissa um stuðning við Icesave samkomulag 14. desember 2010 18:57 Mikil óvissa er um stuðning stjórnarandstöðunnar við nýtt Icesave samkomulag. Þingmenn Framsóknarflokksins eru að fara yfir málið og hafa ekki tekið afstöðu, en formaður flokksins segir mikilvægt að þjóðin eigi síðasta orðið. Enn er óvissa um stuðning stjórnarandstöðunnar við nýtt Icesave samkomulag, en þingmenn liggja nú margir yfir gögnum málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að heildarmyndin sé smátt og smátt að skýrast og áhættan virðist ennþá liggja öll hjá Íslendingum. Í ljósi reynslunnar sé mikilvægt að þingmenn taki sér tíma í að skoða samningana vandlega. „Nú þegar það liggur fyrir að þetta verður ekki klárað fyrr en í janúar í fyrsta lagi þá held ég að menn hafi bara ákveðið að gefa sér tíma í rólegheitunum og séu ekki búnir að taka afstöðu til málsins," segir Sigmundur Davíð. Hann segir mjög jákvætt að vextirnir séu lægri. „Í vaxtaupphæðinni er munurinn auðvitað gífurlegur, en aðrir hlutir eru kannski ekki eins breyttir og æskilegt hefði verið." „Síðan er það stóra pólitíska spurningin. Er annars vegar ásættanlegt að láta þvinga sig til að gera eitthvað sem er ekki lagastoð fyrir. Og í öðru lagi, getur þingið kippt aftur til sín máli sem var búið að vísa til þjóðarinnar og klárað það án þess að þjóðin fái að eiga síðasta orðið," spyr flokksformaðurinn. Sigmundur Davíð vill að þjóðin eigi síðasta orðið. „Ég var búinn að lýsa því yfir áður en þetta kom fram að óháð því hver niðurstaðan yrði þá þyrfti að klára þetta með þjóðaratkvæðagreiðslu." Icesave Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Mikil óvissa er um stuðning stjórnarandstöðunnar við nýtt Icesave samkomulag. Þingmenn Framsóknarflokksins eru að fara yfir málið og hafa ekki tekið afstöðu, en formaður flokksins segir mikilvægt að þjóðin eigi síðasta orðið. Enn er óvissa um stuðning stjórnarandstöðunnar við nýtt Icesave samkomulag, en þingmenn liggja nú margir yfir gögnum málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að heildarmyndin sé smátt og smátt að skýrast og áhættan virðist ennþá liggja öll hjá Íslendingum. Í ljósi reynslunnar sé mikilvægt að þingmenn taki sér tíma í að skoða samningana vandlega. „Nú þegar það liggur fyrir að þetta verður ekki klárað fyrr en í janúar í fyrsta lagi þá held ég að menn hafi bara ákveðið að gefa sér tíma í rólegheitunum og séu ekki búnir að taka afstöðu til málsins," segir Sigmundur Davíð. Hann segir mjög jákvætt að vextirnir séu lægri. „Í vaxtaupphæðinni er munurinn auðvitað gífurlegur, en aðrir hlutir eru kannski ekki eins breyttir og æskilegt hefði verið." „Síðan er það stóra pólitíska spurningin. Er annars vegar ásættanlegt að láta þvinga sig til að gera eitthvað sem er ekki lagastoð fyrir. Og í öðru lagi, getur þingið kippt aftur til sín máli sem var búið að vísa til þjóðarinnar og klárað það án þess að þjóðin fái að eiga síðasta orðið," spyr flokksformaðurinn. Sigmundur Davíð vill að þjóðin eigi síðasta orðið. „Ég var búinn að lýsa því yfir áður en þetta kom fram að óháð því hver niðurstaðan yrði þá þyrfti að klára þetta með þjóðaratkvæðagreiðslu."
Icesave Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira