Körfubolti

Celeb-liðið stóð sig betur en gömlu landsliðsmennirnir unnu aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liðsmenn beggja liða í leikslok.
Liðsmenn beggja liða í leikslok. Mynd/Heimasíða KKÍ
Það var mikil eftirvænting í loftinu fyrir leik eldri landsliðsmanna og celeb-liðsins svokallaða á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskólanum í gær. Í fyrra mættust þessi lið þar sem landsliðsmennirnir fóru með auðveldan sigur af hólmi en í ár var annað upp á teningnum og þurftu landsliðsmennirnir að hafa mikið fyrir hlutunum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Celeb-liðið var búið að fá nýja liðsmenn en þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason, Jogvan Hansen og Auðunn Blöndal voru nú komnir í búning til að hjálpa félögum sínum.

Í byrjun voru Celeb-liðar beittir og skoruðu nokkrar körfur. Ljóst var að þeir ætluðu ekki að láta valta yfir sig aftur og reyndu eins og þeir gátu að halda í við landsliðsmennina.

Að lokum fór þó þannig að landsliðsmennirnir höfðu sigur 34-26 í leik sem var mun jafnari heldur en sá í fyrra.

Stigahæstur hjá landsliðsmönnunum var Jón Kr. Gíslason með 12 stig en þau komu öll úr þriggja-stiga skotum. Hjá Celeb-liðinu var Auðunn Blöndal með 7 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×