Allir á kjörstað á morgun Steinunn Stefánsdóttir skrifar 26. nóvember 2010 09:40 Eftir nokkra deyfð í aðdraganda stjórnlagaþingskosninga hefur áhuginn góðu heilli tekið verulega við sér, þannig að búast má við góðri þátttöku í kosningunum á morgun. Verkefni kjósenda er auðvitað allt öðruvísi við kosningar til stjórnlagaþingsins en þeir eiga að venjast við aðrar kosningar. Ekki er verið að velja pólitíska fulltrúa sem eiga að fara með völd næstu árin heldur einstaklinga sem eiga að koma saman til að vinna afmarkað verkefni. Fjöldi frambjóðenda er einnig óvenjulegur og svo sem ekki furða að mörgum hrjósi hugur við því verkefni að kynna sér áherslumál 523 frambjóðenda. Verkefni stjórnlagaþings er samkvæmt 1. grein laga um þingið að vera ráðgefandi við endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Þingið mun starfa innan afar formlegs ramma sem líkist mjög starfsháttum Alþingis. Starfað verður í nefndum sem leggja tillögur sínar fyrir þingið til umræðu og samþykktar. Loks er forsætisnefnd þingsins falið að undirbúa frumvarp til stjórnskipunarlaga. Slíkt frumvarp er stjórnlagaþingi ætlað að samþykkja og senda Alþingi til meðferðar. Stjórnlagaþingið mun hafa skrifstofu meðan þing stendur og heimilt er einnig að ráða sérfræðinga til starfa með nefndum þingsins. Þingfulltrúar eiga því að hafa tök á að sækja sér sérfræðiþjónustu á þeim sviðum sem til umfjöllunar eru. Stjórnlagaþingi er meðal annars ætlað að taka til umfjöllunar efni eins og skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra, hlutverk og stöðu forseta Íslands, sjálfstæði dómstóla, kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings meðal annars hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslur, meðferð utanríkismála og umhverfismál. Þetta eru grundvallarspurningar, þannig að verkefni þingfulltrúanna er í senn áhugavert og vandasamt. Fagna ber því að slíkur fjöldi fólks gefi kost á sér til setu á stjórnlagaþingi. Fjöldinn ber vott um ríkan áhuga á því ábyrgðarmikla verkefni að móta það grundvallarplagg sem stjórnarskrá er. Þingið sjálft er tilhlökkunarefni, ekki bara fyrir þá sem hljóta kosningu til setu á því heldur fyrir allt samfélagið vegna þeirrar umræðu sem allt bendir til að muni skapast í tengslum við þingið. Á óvissutímum er mikilvægt að hefja sig um stund upp fyrir daglegt amstur og áhyggjur og horfa fram á veginn, jafnvel langt fram á veginn, og velta því fyrir sér hvers konar samfélag við viljum sjá á Íslandi eftir 10, 50 eða 100 ár. Þegar samin er stjórnarskrá er ekki tjaldað til einnar nætur. Mótun hennar gefur því tilefni til slíkrar umræðu og í raun er tækifærið sem nú gefst einstakt því það gefst kannski ekki nema einu sinni á öld. Styrkur þingsins er að miklu leyti undir því kominn hversu stóran hluta þjóðarinnar það hefur á bak við sig. Með því að fjölmenna á kjörstað gefur þjóðin tóninn fyrir öflugt þing breiðs hóps Íslendinga, þing sem á þess kost að hafa áhrif á það hvers konar samfélag börn okkar og barnabörn munu byggja. Kosningarnar á morgun eru þannig mikilvægari en þær kunna að virðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Eftir nokkra deyfð í aðdraganda stjórnlagaþingskosninga hefur áhuginn góðu heilli tekið verulega við sér, þannig að búast má við góðri þátttöku í kosningunum á morgun. Verkefni kjósenda er auðvitað allt öðruvísi við kosningar til stjórnlagaþingsins en þeir eiga að venjast við aðrar kosningar. Ekki er verið að velja pólitíska fulltrúa sem eiga að fara með völd næstu árin heldur einstaklinga sem eiga að koma saman til að vinna afmarkað verkefni. Fjöldi frambjóðenda er einnig óvenjulegur og svo sem ekki furða að mörgum hrjósi hugur við því verkefni að kynna sér áherslumál 523 frambjóðenda. Verkefni stjórnlagaþings er samkvæmt 1. grein laga um þingið að vera ráðgefandi við endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Þingið mun starfa innan afar formlegs ramma sem líkist mjög starfsháttum Alþingis. Starfað verður í nefndum sem leggja tillögur sínar fyrir þingið til umræðu og samþykktar. Loks er forsætisnefnd þingsins falið að undirbúa frumvarp til stjórnskipunarlaga. Slíkt frumvarp er stjórnlagaþingi ætlað að samþykkja og senda Alþingi til meðferðar. Stjórnlagaþingið mun hafa skrifstofu meðan þing stendur og heimilt er einnig að ráða sérfræðinga til starfa með nefndum þingsins. Þingfulltrúar eiga því að hafa tök á að sækja sér sérfræðiþjónustu á þeim sviðum sem til umfjöllunar eru. Stjórnlagaþingi er meðal annars ætlað að taka til umfjöllunar efni eins og skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra, hlutverk og stöðu forseta Íslands, sjálfstæði dómstóla, kjördæmaskipan, lýðræðislega þátttöku almennings meðal annars hvað varðar þjóðaratkvæðagreiðslur, meðferð utanríkismála og umhverfismál. Þetta eru grundvallarspurningar, þannig að verkefni þingfulltrúanna er í senn áhugavert og vandasamt. Fagna ber því að slíkur fjöldi fólks gefi kost á sér til setu á stjórnlagaþingi. Fjöldinn ber vott um ríkan áhuga á því ábyrgðarmikla verkefni að móta það grundvallarplagg sem stjórnarskrá er. Þingið sjálft er tilhlökkunarefni, ekki bara fyrir þá sem hljóta kosningu til setu á því heldur fyrir allt samfélagið vegna þeirrar umræðu sem allt bendir til að muni skapast í tengslum við þingið. Á óvissutímum er mikilvægt að hefja sig um stund upp fyrir daglegt amstur og áhyggjur og horfa fram á veginn, jafnvel langt fram á veginn, og velta því fyrir sér hvers konar samfélag við viljum sjá á Íslandi eftir 10, 50 eða 100 ár. Þegar samin er stjórnarskrá er ekki tjaldað til einnar nætur. Mótun hennar gefur því tilefni til slíkrar umræðu og í raun er tækifærið sem nú gefst einstakt því það gefst kannski ekki nema einu sinni á öld. Styrkur þingsins er að miklu leyti undir því kominn hversu stóran hluta þjóðarinnar það hefur á bak við sig. Með því að fjölmenna á kjörstað gefur þjóðin tóninn fyrir öflugt þing breiðs hóps Íslendinga, þing sem á þess kost að hafa áhrif á það hvers konar samfélag börn okkar og barnabörn munu byggja. Kosningarnar á morgun eru þannig mikilvægari en þær kunna að virðast.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun