Einar K.: „Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd“ Höskuldur Kári Schram skrifar 29. september 2010 18:44 Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins. Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Það stefnir í átakavetur á Alþingi eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Sjálfstæðismenn eru ævareiðir út í Samfylkinguna og saka þingmenn hennar um loddaraskap. Atkvæðagreiðslan í gær var söguleg og mun eflaust hafa áhrif þingstörfin í vetur. Sjálfstæðismenn eru reiðir út í þingmenn framsóknar og samfylkingar fyrir að greiða atkvæði með ákærum. Hreyfingin gagnrýnir alla þá sem greiddu atkvæði gegn ákærum og samfylkingin sakar vinstri græna og sjálfstæðismenn um að greiða atkvæði eftir flokkspólitískum línum. Helgi Hjörvar og Skúli Helgason, þingmenn Samfylkingarnnar, greiddu atkvæði með tillögu um að ákæra Geir en þeir greiddu hins vegar atkvæði gegn því að draga aðra ráðherra fyrir landsdóm. Þessi atkvæði réðu úrslitum hvað Geir varðar að mati sjálfstæðismanna. „Það er augljóst mál að tilteknir þingmenn samfylkingarinnar handvöldu þetta, gerðu þetta með þessum hætti til þess að koma eingöngu höggi á ráðherra sjálfstæðisflokksins og þetta er mjög ómerkilegt af þeirra hálfu," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Aðspurður hvort sjálfstæðismenn séu reiðir svaraði Einar: - „mjög reiðir og sú reiði er réttlát." Hann bætti svo við: - „Það er alveg ljóst mál að þetta hefur mjög vond áhrif á samstarfið á komandi vetri." Það stefni því í átakavetur á Alþingi einmitt þegar ríkisstjórnin þarf nauðsynlega á stuðning stjórnarandstöðunnar að halda meðal annars til að leiða Icesave málið til lykta. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, vill að boðað verði til kosninga sem fyrst en Einar telur nánast útilokað að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta með samfylkingu í nánustu framtíð. „Auðvitað kemur dagur eftir þennan dag og menn verða fyrst og fremst að láta þjóðarhagsmuni ráða. Svona vinnubrögð, þau eru geymd en ekki gleymd," segir Einar. En það loga eldar víða eftir atkvæðagreiðsluna í gær. Þannig greiddu allir fyrrverandi og núverandi ráðherrar samfylkingarinnar atkvæði gegn ákærum. Sumir samfyllkingarmenn líta svo á að þetta endurspegli getuleysi flokksins við að gera upp hrunið. Því gæti komið til átaka þegar umbótanefnd flokksins skilar af sér skýrslu í næsta mánuði um starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda hrunsins.
Landsdómur Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira