UJH segja landsdóm hengja bakara fyrir smið 18. september 2010 10:25 Hafnarfjörður. Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði vilja að það verði réttað yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar og segja það varhugavert að koma á landsdómi. Vilja þeir meina að þar sé bakari hengdur fyrir smið. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem þeir sendu fjölmiðlum í dag. Þar segir orðrétt: „Ungir jafnaðarmenn telja hugmyndina um landsdóm þó varhugaverða, sérstaklega vegna þess að sú ríkisstjórn sem einblínt er á er ekki hugmyndasmiður frjálshyggju brjálæðisins sem varð bankakerfinu og okkur öllum að fjörtjóni. Þegar tekið er tillit til rannsóknarskýrslunnar er augljóst að það var hugmyndafræði ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem setti hér allt á hvolf. Því er fáránlegt að reyna að hengja ráðherra sem komu nýir inn árið 2007, sérstaklega þá ráðherra sem haldið var með öllum leiðum utan við málin. Rétta ætti yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þar má nefna auk þeirra tveggja, Valgerði Sverrisdóttir, Finn Ingólfsson, Árna M. Matthiesen, Geir H. Haarde og fleiri. Rétta á yfir þeim sem eiga sökina en ekki yfir þeim sem reyndu að bjarga þjóðinni." Hafnfirsku jafnaðarmennirnir eru heldur ekki par ánægðir með Kristrúnu Heimisdóttur, aðstoðarmann efnahags- og viðskiptaráðherra, vegna ummæla hennar um að henni hugnist sérstakt kvennaframboð til Alþingis. Í ályktun jafnaðarmannanna segir svo: „Hver sá sem skilja vill, sér að slíkt framboð yrði augljóslega til höfuðs framboðs ríkisstjórnarflokkanna. Því leggja UJH til að Kristrún segi starfi sínu lausu þegar í stað." Hægt er að lesa ályktanir jafnaðamannanna hér fyrir neðan. Landsdómur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Ungir Jafnaðarmenn í Hafnarfirði vilja að það verði réttað yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar og segja það varhugavert að koma á landsdómi. Vilja þeir meina að þar sé bakari hengdur fyrir smið. Þetta kemur fram í ályktun félagsins sem þeir sendu fjölmiðlum í dag. Þar segir orðrétt: „Ungir jafnaðarmenn telja hugmyndina um landsdóm þó varhugaverða, sérstaklega vegna þess að sú ríkisstjórn sem einblínt er á er ekki hugmyndasmiður frjálshyggju brjálæðisins sem varð bankakerfinu og okkur öllum að fjörtjóni. Þegar tekið er tillit til rannsóknarskýrslunnar er augljóst að það var hugmyndafræði ríkisstjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem setti hér allt á hvolf. Því er fáránlegt að reyna að hengja ráðherra sem komu nýir inn árið 2007, sérstaklega þá ráðherra sem haldið var með öllum leiðum utan við málin. Rétta ætti yfir þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórnum Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar. Þar má nefna auk þeirra tveggja, Valgerði Sverrisdóttir, Finn Ingólfsson, Árna M. Matthiesen, Geir H. Haarde og fleiri. Rétta á yfir þeim sem eiga sökina en ekki yfir þeim sem reyndu að bjarga þjóðinni." Hafnfirsku jafnaðarmennirnir eru heldur ekki par ánægðir með Kristrúnu Heimisdóttur, aðstoðarmann efnahags- og viðskiptaráðherra, vegna ummæla hennar um að henni hugnist sérstakt kvennaframboð til Alþingis. Í ályktun jafnaðarmannanna segir svo: „Hver sá sem skilja vill, sér að slíkt framboð yrði augljóslega til höfuðs framboðs ríkisstjórnarflokkanna. Því leggja UJH til að Kristrún segi starfi sínu lausu þegar í stað." Hægt er að lesa ályktanir jafnaðamannanna hér fyrir neðan.
Landsdómur Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira