Körfubolti

Boston með gott tak á Miami

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ray Allen var frábær í nótt.
Ray Allen var frábær í nótt.

Stjörnulið Miami Heat mátti sætta sig við tap á heimavelli gegn Boston Celtics í nótt. Þetta var annað tap Miami í vetur fyrir Celtics en liðin mættust einnig í fyrstu umferð.

Ray Allen fór hamförum í liði Boston og skorað 35 stig. Hann hitti úr fyrstu sjö þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Paul Pierce var einnig sterkur með 25 stig og Rajon Rondo var samur við sig og gaf 16 stoðsendingar í leiknum.

LeBron James var bestur hjá Miami með 35 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Miami er búið að vinna 5 leiki og tapa 4.

Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver og tók 13 fráköst er liðið skellti meisturum Lakers. Shannon Brown var fínn hjá Lakers með 19 stig.

Úrslit næturinnar:

Miami-Boston 107-112

Chicago-Golden State 120-90

Denver-LA Lakers 118-112



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×