Stjórnvöld styrki stjórnsýslu 10. nóvember 2010 02:00 Framvinda Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar sambandsins í gær.Fréttablaðið/Valli Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Fyrstu mánuðirnir af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hafa gengið vel, og ekkert óvænt komið upp, segir Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hann kynnti fyrstu framvinduskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Ísland í gær. „Eins og áður hefur komið fram uppfyllir Ísland öll pólitísk skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið, en við hvetjum samt til þess að bætt verði úr ákveðnum atriðum og bendum einnig á jákvæða þróun sem orðið hefur í ákveðnum málaflokkum í skýrslunni,“ segir Summa í samtali við Fréttablaðið. Meðal þess sem bent er á í skýrslunni er að styrkja þurfi stjórnsýsluna, til dæmis hvað varðar opinber innkaup, eftirlit með fjármálageiranum, tollamál og fleira. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar segir að margt af því sem fram komi í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um vankanta á íslenskri stjórnsýslu hafi þegar verið tekið til umfjöllunar hjá stjórnvöldum. Önnur atriði bíði. Summa segir að meðal þess jákvæða sem gerst hafi hér á landi frá hruninu sé breytt fyrirkomulag við skipan dómara. Þá hafi að nokkru leyti verið tekið á spillingu í kjölfar bankahrunsins. „Við fögnum þessum aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til, en bendum jafnframt á að fylgjast verði með því að niðurstaðan verði sú sem stefnt var að með þessum breytingum. Þessu munum við fylgjast vel með í framtíðinni,“ segir Summa. „Ísland er sterkt lýðræðisríki með öflugar stofnanir, en það eru veikleikar sem við sáum í hruninu og hafa komið í ljós eftir hrunið. Við hvetjum til þess að áfram verði unnið að því að laga þá veikleika,“ segir Summa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tekur undir með niðurstöðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahagsmálin hér á landi, segir Summa. Kreppunni sé ekki lokið, ástandið sé vissulega orðið stöðugra en hagvöxtur sé afar mikilvægur til að heimilin í landinu og lítil og meðalstór fyrirtæki nái jafnvægi. Ekki ætti að koma á óvart að lítið nýtt sé í þessari fyrstu árlegu framvinduskýrslu, segir Summa. Viðræðurnar hafi aðeins verið í gangi síðan aðildarumsókn Íslands var samþykkt í febrúar og rýnivinna sem varpi ljósi á það sem þurfi að laga í íslenskum lögum, ætli landið sér að ganga í ESB, sé ekki hafin. Rýnivinnan mun raunar hefjast í næstu viku, og standa fram á næsta sumar, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira