Íþrótt, ekki músík Jónas Sen skrifar 10. desember 2010 00:01 Il grande tenore með Kristjáni Jóhannssyni. Tónlist Il grande tenore Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson náði á sínum tíma eftirtektarverðrum árangri á erlendri grund. Það komast ekki allir söngvarar á sviðið í Metropolitan-óperunni. Hann er kraftmikill og sviðið fer honum vel. Hann á greinilegt auðvelt með að koma fram.Gallinn við Kristján er að hann er ekki sérlega músíkalskur. Hann hefur litla tilfinningu fyrir hinu óáþreifanlega í tónlistinni, skáldskapnum og fegurðinni. Röddin er (eða var) flott en það er ekki nóg. Dýptina í túlkunina vantar allt of oft. Kristján syngur flest eins. Hann líkist leikara sem hefur bara tvenn svipbrigði. Hápunktarnir í aríunum eru ekki hámark tilfinningaólgu sem hrífur hlustandann. Þeir eru bara íþróttaafrek, stangarstökk, vítaspyrna. Ekki músík.Þetta kemur berlega í ljós á nýútkominni þrefaldri geislaplötu. Fyrstu upptökurnar eru frá 1970, þær síðustu frá því í ár. Kristján er magnaðastur í litlum lögum þar sem hann má ekki þenja sig. Þau koma mörg vel út. Óperuaríurnar eru hins vegar sjaldnast spennandi í meðförum hans. Á köflum eru þær bara samansafn af klisjum.Tónlistarsögulega séð er þetta ágæt útgáfa. Hún gefur góða mynd af Kristjáni á mismunandi skeiðum. En fyrir þá sem unna tónlist og vilja hlusta á alvöru túlkun og alvöru list er best að leita á önnur mið.Niðurstaða: Fremur klisjukennd og einhæf túlkun er allt of algeng í söng Kristjáns Jóhannssonar. Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Tónlist Il grande tenore Kristján JóhannssonKristján Jóhannsson náði á sínum tíma eftirtektarverðrum árangri á erlendri grund. Það komast ekki allir söngvarar á sviðið í Metropolitan-óperunni. Hann er kraftmikill og sviðið fer honum vel. Hann á greinilegt auðvelt með að koma fram.Gallinn við Kristján er að hann er ekki sérlega músíkalskur. Hann hefur litla tilfinningu fyrir hinu óáþreifanlega í tónlistinni, skáldskapnum og fegurðinni. Röddin er (eða var) flott en það er ekki nóg. Dýptina í túlkunina vantar allt of oft. Kristján syngur flest eins. Hann líkist leikara sem hefur bara tvenn svipbrigði. Hápunktarnir í aríunum eru ekki hámark tilfinningaólgu sem hrífur hlustandann. Þeir eru bara íþróttaafrek, stangarstökk, vítaspyrna. Ekki músík.Þetta kemur berlega í ljós á nýútkominni þrefaldri geislaplötu. Fyrstu upptökurnar eru frá 1970, þær síðustu frá því í ár. Kristján er magnaðastur í litlum lögum þar sem hann má ekki þenja sig. Þau koma mörg vel út. Óperuaríurnar eru hins vegar sjaldnast spennandi í meðförum hans. Á köflum eru þær bara samansafn af klisjum.Tónlistarsögulega séð er þetta ágæt útgáfa. Hún gefur góða mynd af Kristjáni á mismunandi skeiðum. En fyrir þá sem unna tónlist og vilja hlusta á alvöru túlkun og alvöru list er best að leita á önnur mið.Niðurstaða: Fremur klisjukennd og einhæf túlkun er allt of algeng í söng Kristjáns Jóhannssonar.
Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira