Skattaskýrsla lengdi bið eftir barni 3. desember 2010 05:00 Frá Kína Flest börn sem eru ættleidd af íslenskum foreldrum koma frá Kína. Um hundrað eru á biðlista hérlendis. mynd/getty „Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira
„Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Sjá meira