Skoða lækkun tolla á innfluttum kjúklingi 3. desember 2010 05:30 bjarni harðarson „Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„Það er verið að skoða þessi mál mjög alvarlega," segir Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um kröfur um tollfrjálsan innflutning á kjúklingi. Ráðuneytinu barst formlegt erindi í gær frá Samtökum verslunar og þjónustu þar sem þess er krafist af Jóni Bjarnasyni landbúnaðarráðherra að hann heimili aukinn innflutning nú þegar og mikilvægt sé að hann sé án aðflutningsgjalda. Ástæðan er síendurtekin tilfelli salmonellusýkinga hjá innlendum framleiðendum sem leiða til skorts á kjúklingi á markaðnum. Bjarni segir að mikilvægt sé að hafa í huga að bæði framleiðendur og innflytjendur séu hagsmunahópar í málinu og verið sé að afla gagna í ljósi þess. „Nú er verið að skoða birgðastöðu á markaðnum fyrst og fremst," segir Bjarni. „Fyrstu athuganir okkar benda til þess að það séu nægar birgðir og það er byggt á upplýsingum víða að." Bjarni segir enn fremur að nefnd sem fjallar um innflutningsmál þurfi að skoða og fjalla um málið áður en ráðuneytið getur tekið ákvörðun. Í nóvember greindust tveir eldishópar jákvæðir af salmónellu til viðbótar við þá 27 sem greinst hafa á þessu ári. Þessum hópum þarf að farga og urða fuglana. Einnig hafa greinst þrír sláturhópar til viðbótar við þá 18 sem greinst höfðu á árinu. Í Bændablaðinu í gær kom fram að á tveimur og hálfu ári hefði meira en hálfri milljón kjúklinga verið fargað. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að grunur leiki á að sýkingarnar berist til framleiðenda með fóðrinu. Verið sé að nota innflutt sojamjöl í auknum mæli sem prótíngjafa í fóðurframleiðslu og margt bendi til þess að sýkingin dreifist með því. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira